

Starfsfólki Borgarholtsskóla blöskraði púsluspil sem skólastjóri hafi látið gera með skrípamynd Morgunblaðsins skömmu eftir upphlaup í vor. Það er þegar Ársæll Guðmundsson, skólameistari, hafi sagt frá símtali við Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, varðandi týnda skó barnabarns hennar.
Að sögn heimildarmanns DV innan skólans hafi púsluspil með skrípamynd Morgunblaðsins af atvikinu verið komið fyrir í setustofu starfsfólks á annarri hæð skólans.
„Valin var áberandi staður fyrir púsluspilið þannig að það færi ekki fram hjá neinum sem leið átti um rýmið, þar með talið gestir skólans,“ segir heimildarmaðurinn.
Þar hafi púsluspilið fengið að vera í fimm vikur en enginn nennt að púsla það. Hafi sumum blöskrað þetta.
„Þetta er opinbert rými þar sem m.a. hugsanlegir kjósendur Flokks fólksins eiga leið um,“ segir hann.