

Hinn 39 ára gamli Austurríkismaður, Thomas Plamberger, hefur verið ákærður fyrir manndráp eftir að hafa skilið kærustuna sína eftir við erfiðar aðstæður í fjallgöngu og freistað þess að ná í hjálp. Hin 33 ára gamla, Kerstin Gurtner, lifði nóttina á austurríska fjallinu Grossglockner ekki af en kuldinn fór niður í 20 gráður og var hún vanbúin.
Í ákæru sakskóknara kemur fram að Plamberger, sem sjálfur er reyndur fjallgöngumaður, hann hafi skilið Gurtner eftir vanbúna, örþreytta og ringlaða og hann bæri fulla ábyrgð á skipulagningu túrsins. Gurtner hafi verið óreynd í erfiðum fjallgöngum og því hefði hann áttt að vita betur en að fara með hana vanbúna af stað.
Atvikið átti sér stað þann 19. janúar síðastliðinn en saksóknari sá ýmislegt athugavert við skipulagningu Plamberger. Parið hafi lagt of seint af stað og þá hafi verið glapræði að leggja í þessa för þar sem afar kalt var í veðri og Gurtner vanbúin og óreynd.
Parið komst í sjálfheldu við topp fjallsins en að endingu ákvað Plumberger að halda einn til byggða um klukkan tvö um nóttina. Björgunarsveitarmenn komust ekki strax á vettvang vegna veðurs en að lokum fannst Gurtner látinn klukkan tíu morguninnn eftir.
Plamberger, sem neitar alfarið sök í málinu, er sakaður um að hafa brugðist seint við aðstæðum og að hann hefði átt að hringja fyrr á hjálp. Hann hefði einnig átt að átta sig á því að Gurtner væri illa búin og þá hefði hann einnig átt að koma henni fyrir í meira skjóli eðpa hafa eitthvað með í för sem hefði getað haldið á henni hita í erfiðum aðstæðum.
Málið hefur vakið mikla athygli í Austurríki sem og utan landsteinanna.