

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla innan veggja þingsins í gær. Morgunblaðið greindi fyrst frá því að Þórunn hefði heyrst muldra: „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ eftir að blásið hafði verið til þinghlés.
RÚV greindi frá því fyrir stundu að Þórunn hefði gengist við því að láta hörð orð falla og beðist afsökunar á þeim í stuttri yfirlýsingu.
„Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim.
Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og ferseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ hefur fréttastofa eftir þingforsetanum.