fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins mokgræða á ríkinu – Hafa fengið tvo milljarða frá árinu 2015

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. desember 2025 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa stórgrætt á ríkisfyrirtækjum undanfarin ár. Þetta má sjá í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Vísir greindi fyrst frá.

Kristján spurði hvaða fyrirtæki, sem ríkið fer með ráðandi eignarhlut í, hafi átt aðild að Viðskiptaráði Íslands (VÍ) á árunum 2015-2025, og hvað þessi fyrirtæki hafa greitt í árgjöld og félagsgjöld til VÍ og fyrir aðild að Samtökum atvinnulífsins (SA) og aðildarsamtökum þeirra á sama tímabili.

Fyrirtækin sem um ræðir eru Betri samgöngur, Farice, Harpa ohf., Isavia, Íslandspóstur, Landsbankinn, Landsnet, Landsvirkjun, Matís, Neyðarlínan, Orkubúið og RARIK. Það sem af er ári hafa þessi fyrirtæki greitt um 245 milljónir til Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka SA; Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári nam fjárhæðin rúmlega 244 milljónum og árið 2023 nam hún tæpum 240 milljónum.

Frá árinu 2015 hefur ríkið því greitt rúmlega 2 milljarða til þessara samtaka, þar af 1,1 milljarð síðustu fimm árin.

Aðild að þessum samtökum er bindandi en hægt er að segja skuldbindingunni upp. Uppsagnafrestur hjá Viðskiptaráði miðast við áramót en þarf að berast fyrir 1. október en hjá Samtökum atvinnulífs og aðildarfélögum er uppsagnarfrestur ýmist sex eða tólf mánuðir. Sérstakt sjónarmið á við um Rarik og aðild þess að SA og Samorku. Þar er ekki um skuldbindingu að ræða en taka þarf tillit til kjarasamningsumboðs.

Svar ráðherra má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár

Þessi fengu úthlutað listamannalaunum fyrir næsta ár
Fréttir
Í gær

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist

Mótmæla harkalega frumvarpi Sigríðar um þrengingu hatursorðræðu – Stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum og stúlkum aukist
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“