fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Saga Jómundar hefur vakið athygli um allan heim

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. desember 2025 15:11

Jómundur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoda á heimsvísu veitti Heklu, umboðsaðila Skoda á Íslandi, alþjóðleg auglýsingaverðlaun. Í auglýsingunni er fylgst með Jómundi Ólasyni, sauðfjárbónda í Borgarfirði aka Skoda-bifreið sinni upp í eina milljón kílómetra. Saga Jómundar hefur vakið athygli um allan heim.

Tékkneski bílarisinn stendur árlega fyrir markaðsráðstefnu þar sem veitt eru auglýsingaverðlaun í fimm flokkum. Verðlaunin í ár voru haldin í Istanbul en meira en 80 innsendingar bárust frá mörkuðum Skoda um allan heim, en meðal landa sem tóku þátt voru Bretland, Frakkland, Indland og Tyrkland. Fimmtán innsendingar komust áfram í úrslit en íslenska innsendingin bar sigur úr býtum í flokknum „Styrking vörumerkis“ (e. Brand amplification). Holland var í öðru sæti með herferð sem snerist um að skapa góðar minningar með fjölskyldunni og Ítalía var í þriðja sæti með TikTok herferð sem vakti mikla athygli þar í landi.

„Sagan af Jómundi Ólasyni, bóndanum frá Íslandi sem ók Skoda Octavia bifreið sinni milljón kílómetra, er í senn heillandi og sönn en nægjusemi hans og karakter hrífa áhorfendur með og augljóslega ekki bara hér heima því sagan heillaði m.a. alþjóðlegu dómnefndina og forstjóra Skoda sem okkur þótti einstaklega skemmtilegt“, segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Heklu.

Flutti rollur í bílnum

Bíll Jómundar var af gerðinni Skoda Octavia og var upphaflega keyptur af konu Jómundar árið 2003. Í gegnum árin var bíllinn að mestu notaður í daglegum akstri frá heimili hjónanna í Mosfellsbæ og upp í Borgarfjörð þar sem Jómundur er með sauðfjárbúskap. Í seinni tíð nýtti Jómundur bílinn í alls konar sendiferðir og verkefni tengd búskapnum. Hann hefur ekið honum um malarvegi í öllum veðrum og í nokkrum tilfellum flutt rollur í bílnum.

Að sögn Jómundar er bíllinn með upprunalegan mótor, kúplingu, gírkassa og drif. Bíllinn hafi aðeins fengið eðlilegt viðhald á bremsum, dekkjum og olíu í gegnum árin.

Vörumerkjastofan Tvist vann auglýsinguna með Heklu. Framleiðsla og kvikmyndataka var á vegum framleiðslufyrirtækisins Sensor og Erlendur Sveinsson leikstýrði.

Verðlaunahafar
Frá vinstri, til hægri. Antonio Mineo, Head of Brand Strategy hjá Skoda, Bjarni Bent Ásgeirsson, markaðssérfræðingur hjá Heklu, Meredith Kelly, Global Head of Marketing hjá Skoda og Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðsstjóri Heklu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna