fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Kom að bílnum sínum stórskemmdum og leitar vitna – Nafnlaus miði með ótengdu númeri skilinn eftir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. desember 2025 18:00

Sigurður leitar vitna að árekstrinum. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í efra Breiðholti gæti setið uppi með hundruð þúsunda króna tjón eftir að keyrt var á kyrrstæðan Benz bíl hans og grindverk. Skilinn var eftir miði en hann var nafnlaus og ótengt símanúmer hripað á hann. Grunar íbúann að vitni hafi verið að atvikinu út af því.

„Hann hefur misst stjórn á bílnum í beygjunni, runnið og skollið upp á gangstétt og á bílinn hjá mér um fimmtíu metrum seinna,“ segir Sigurður Þóroddsson, íbúi í Hólabergi 74 í efra Breiðholti. Hann varð fyrir óskemmtilegri reynslu á laugardagsmorgun.

Þegar hann var á leið út um klukkan 10:30 fann hann Mercedes Benz bifreið sína stórskemmda sem og grindverk við bílastæðið. Á götunni sáust ummerki um hvað hafði gerst.

„Við vorum heima en það er dálítill spölur frá húsinu út á bílastæði þannig að við urðum ekkert vör við þetta,“ segir Sigurður.

Ótengt númer

Afturbrettið á bílnum og afturljós var ónýtt sem og fleiri skemmdir á bílnum. Þá voru festingar á grindverki skemmdar sem og fleiri ummerki um slysið á því.

Undir rúðuþurrkunni á bílnum fann Sigurður miða þar sem stóð að viðkomandi hafði runnið í hálkunni og hripað var niður símanúmer. Ekkert nafn var á miðanum og símanúmerið reyndist vera ótengt. Grunar Sigurð að maðkur sé í mysunni.

Miðinn sem skilinn var eftir. Mynd/aðsend

„Mér þykir líklegt að það hafi verið vitni að þessu og þess vegna hafi miðinn verið skilinn eftir. Hvort það sé af kænsku að setja ótengt númer á hann veit ég ekki,“ segir hann. „Hugsanlega var aðeins um saklaus mistök að ræða og viðkomandi bíður eftir símtali frá mér sem ekki kemur.“

Mikið tjón

Hafði hann samband við lögreglu sem kom á staðinn en sagðist ekkert geta gert nema skrifa skýrslu sem tryggingarfélög geti kallað eftir.

Segist Sigurður ekki enn þá hafa haft samband við tryggingarfélagið sitt. „Ég veit að ef ég get ekki bent á neinn tjónvald verð ég að bera tjónið sjálfur að mestu leyti,“ segir hann. En um umtalsvert tjón er að ræða, sem hlaupi á hundruð þúsundum króna.

Á myndum sem Sigurður tók sjást greinilega ummerki eftir slysið, bæði á götunni og á bílnum hans. Óskar hann eftir vitnum að slysinu á laugardagsmorgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigmundur Davíð ósáttur við myndavalið – „Nú hlýt ég að hafa gert eitthvað af mér“

Sigmundur Davíð ósáttur við myndavalið – „Nú hlýt ég að hafa gert eitthvað af mér“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna
Fréttir
Í gær

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“