fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Þórður Snær tætir í sig forsíðufrétt Morgunblaðsins – „Þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. desember 2025 17:00

Morgunblaðið fær á baukinn hjá Þórði Snæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, hjólar í Morgunblaðið og Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir villandi framsetningu um erfðafjárskatt á forsíðu blaðsins í gær.

Morgunblaðið sló upp fyrirsögninni „Stórhækkun erfðafjárskatts“ þar sem rætt var við Guðlaug Þór um væntanlegar 2,1 milljarða auknar tekjur ríkissjóðs vegna skattsins.

Í grein Þórðar Snæs á Vísi spyr hann þá hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi hækkað erfðafjárskattinn um 6,3 milljarða í síðustu ríkisstjórn.

„Í fréttinni er látið að því liggja að erfðafjárskattur sé annars vegar að hækka mikið á milli ára og hins vegar að það sé vegna breytinga sem Skatturinn hefur lagt til að gerðar verði á lögum um erfðafjárskatt til að loka ákveðinni skattaglufu. Svo svífur andi þess að allt sé þetta hápólitískur ásetningur ríkisstjórnarinnar sem vilji hækka alla skatta. Allt er þetta kolrangt,“ segir Þórður í greininni. „Látum vera að stjórnarandstaðan og fylgitungl hennar í fjölmiðlum og Borgartúni átta sig almennt ekki á muninum á sköttum, sem allir þurfa að borga óháð því hvort þeir nýti sér þjónustu eða ekki, og gjöldum, sem notendur þjónustu greiða, þegar þau reikna sig upp í einhverjar galnar upphæðir til að kalla skattahækkanir. Það er vissulega ósvífið, en má flokkast sem pólitík og ekki því vísvitandi óheilindi. Annað gildir um framsetninguna varðandi erfðafjárskattinn.“

Í megindráttum óbreytt milli ára

Bendir Þórður á að erfðafjárskattur sé 10 prósent og greiðist af öllum eignum sem erfist, yfir 6,5 milljónum króna. Það er árlegt frítekjumark í samræmi við verðbólgu. Verðmætið er byggt á markaðsverði.

Í fjárlagafrumvarpinu í september hafði verið gert ráð fyrir minni tekjum af skattinum á næsta ári en í ár en í endurmati í nóvember kemur fram að tekjurnar verði í megindráttum óbreyttar í krónum talið en lækki sem hlutfall af landsframleiðslu.

„Hvernig þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var einn andlag tveggja skrautlegra frétta á forsíðu Morgunblaðsins í dag, reiknaði sig niður á að þetta þýði 2,1 milljarða króna aukningu á erfðafjárskatti er mér hulin ráðgáta,“ segir Þórður Snær um Guðlaug Þór. „En þessu ákvað hann að halda fram og það ákvað Morgunblaðið að birta.“

Úr 8,4 milljarði í 14,7 á síðasta kjörtímabili

Þórður Snær bendir einnig á að þegar fólk eigi meiri eignir þá hækki erfðafjárskattur. Einnig að skatturinn hafi hækkað í tíð síðustu ríkisstjórnar sem Guðlaugur Þór hafi sjálfur setið í.

„Sú hækkun var tilkomin vegna þess að virði eigna sem voru að erfast, sérstaklega fasteigna, hefur rokið upp á síðustu árum. Til viðbótar hafa komið stórir einskiptisliðir vegna andláts efnamikilla einstaklinga, sem gerðist meðal annars árið 2022. Í fyrirframgreiddum arfi var svo töluverð aukning árið 2020 og hefur hann verið hár síðan þá,“ segir Þórður Snær. Til að mynda hafi foreldrar verið að styðja börn sín á fasteignamarkaði með fyrirframgreiddum arfi.

Fór árleg hækkun erfðafjárskatts því úr 8,4 milljörðum króna í 14,7 milljarða á fjórum árum.

„Samkvæmt rökleiðslu þingmannsins á forsíðu Morgunblaðsins í dag þá „stórhækkaði“ erfðafjárskattur því um 6,3 milljarða króna á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Þórður Snær.

Ekki rímað við tilganginn

Það hafi þvælt umræðuna að breytingartillaga ættuð frá Skattinum var lögð fram sem ætlað var að afnema glufu sem einhverjir hafa geta nýtt sér til að greiða lægri erfðafjárskatt en aðrir. Ekkert liggur hins vegar fyrir hverju hún mun skila í nýjum tekjum. Breytingunni er ætlað að skýra það að skatturinn skuli reiknaður af markaðsvirði. Enn þá hafi engin ákvörðun verið tekin um þessa tillögu og enn þá sé verið að rýna í gögn og taka á móti gestum í efnahags- og viðskiptanefnd eins og Arna Lára Jónsdóttir formaður hennar hafi greint frá.

„Kannski hefði Morgunblaðið, systurmiðill mbl.is, átt að heyra í henni áður en það birti forsíðufréttina sína,“ segir Þórður að lokum. „En það hefur sennilega ekki rímað við tilganginn. Meðalið hefur enn og aftur helgað það að selja ranglega þá hugmynd að verkstjórnin væri að hækka erfðafjárskatt, sem hún hefur ekki hreyft við að neinu leyti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigmundur Davíð ósáttur við myndavalið – „Nú hlýt ég að hafa gert eitthvað af mér“

Sigmundur Davíð ósáttur við myndavalið – „Nú hlýt ég að hafa gert eitthvað af mér“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var af portúgölskum uppruna
Fréttir
Í gær

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“