

Samkvæmt ákæru var styrkleiki efnisins 83 til 85% og var efnið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Denis játaði sök fyrir dómi en hann hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Þá segir í niðurstöðu dómsins að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að hann hafi verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins.
Denis hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19. september síðastliðnum og kemur og er sá tími dreginn frá fangelsisdómnum. Auk þess var honum gert að greiða 1.257 þúsund krónur í sakarkostnað.