fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Gómaður með tæp tvö kíló af kókaíni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. desember 2025 14:42

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann, Denis Astafiev, í 26 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Denis var stöðvaður í Leifsstöð þann 18. september síðastliðinn en í bakpoka hans fundust tæp 1,9 kíló af kókaíni.

Samkvæmt ákæru var styrkleiki efnisins 83 til 85% og var efnið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Denis játaði sök fyrir dómi en hann hefur ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Þá segir í niðurstöðu dómsins að af fyrirliggjandi gögnum verði ekki ráðið að hann hafi verið eigandi efnanna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins.

Denis hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19. september síðastliðnum og kemur og er sá tími dreginn frá fangelsisdómnum. Auk þess var honum gert að greiða 1.257 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna