fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Enn liggur ekki fyrir hvernig maðurinn á Kársnesi lést – Skýrslutökur halda áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. desember 2025 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega, eftir því sem fram kemur í nýrri fréttatilkynningu lögreglu um málið.

„Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar,“ segir í tilkynningunni. Eins og kom fram í fyrstu frétt DV um málið var tæknideild lögreglu að störfum á vettvangi í marga klukkutíma á sunnudag en lögregla kom fyrst á vettvang kl. 11 um morgun í kjölfar tilkynningar.

Sjá einnig: Mannslát í Kópavogi er til rannsóknar

„Skýrslutökur hafa haldið áfram, en enginn er í haldi vegna málsins,“ segir ennfremur í tilkynningunni og liggur því ekki fyrir hvort saknæmt athæfi leiddi til andláts mannsins eða ekki.

Hinn látni var um fertugt og var frá Portúgal, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Atvikið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi í Kársneshverfi í Kópavogi.

Sjá einnig: Hinn látni var af portúgölskum uppruna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna