fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 13:30

Hlédís Maren Guðmundsdóttir. Aðsend mynd á Vísir.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gellupólitík er ekki bara stuð og stemmning. Það sem einkennir hana helst er sýndarsamstaða kvenna um einfaldan, útþynntan, baráttulausan femínisma. Framapot frekar en raunverulega hugmyndafræði, sem gerir mikið úr kyni og lítið úr verðleikum. Þetta er hagsmunagæsla einstaka kvenna sem hagnýta sér félagslegan meðbyr með jafnréttisbaráttu fyrri tíma,“ skrifar Hlédís Maren Guðmundsdóttir, í aðsendri grein á Vísir.is.

Í greininni skilgreinir og gagnrýnir Hlédís það sem hún kallar gellupólitík, sem hún segist snúast um valda- og forréttindasækni kvenna á grundvelli útþynntra feminískra frasa. Hlédís, sem er félagsfræðingur að mennt, var áður yfirlýstur feministi og félagi í VG. Hún hefur verið bendluð við Miðflokkinn en er raunar óflokksbundin. Hlédís skrifar:

„Gellupólitík gengur út á það að ákveðnar konur eigi heimtingu á forréttindum sem sögulega tilheyrðu karlmönnum. Þessar konur hafa engan áhuga á því að eyða pólitísku auðmagni í einhverja baráttu, sérstaklega ekki ef það þýðir að gerast róttækar í þágu mæðra eða kvenna úr vinnandi stéttum sem búa við kynbundið ranglæti. Þvert á móti virðist baráttan snúast um að sumar konur fái að skara fram úr á grundvelli þess eins að vera konur. Á meðan leitar gellupólitík í lægsta samnefnara og sífellt færri hugsanir verða nokkurn tímann orðaðar af ótta við félagsleg viðurlög. Orðræðan verður sífellt einsleitnari og einfaldari.“

Kryddpíurnar fyrirmyndin

Hlédís segir gellupólitíkina snúast um forréttindasækni á grundvelli kyns en ekki verðleika. Um sé að ræða grímulausa hagsmunagæslu en ekki eiginlega pólitík. Hún segir ennfremur:

„Gellupólitík er fléttuð inn í ímynd hinnar réttþenkjandi nútímakonu, sem er jafn sjálfstæð og vinsæl eins og hún er metnaðarfull og frambærileg á vinnumarkaði. Táknmynd sem byggir á menningarlegri vinstrimennsku, miðstéttarsjálfsvitund og vatnsþynntum femínískum orðræðum sem hafa verið gerilsneyddar af öllum innri átökum og núans. Það endurspeglast hvað best í innihalds- og merkingarlausum slagorðum eins og „Stelpur eru bestar“ og „Konur eru konum bestar.““

Hlédís segir að fyrirmynd gellupólitíkurinnar séu hljómsveitin Kryddpíuarnar (Spice Girls) sem „seldu valdeflingu stúlkna sem neysluvöru dægurmenningar.“ Um sé að ræða markaðsvædda sýndarsamstöðu kvenna sem byggi á slagorðum en fari aldrei á dýptina.

Hún segir jafnframt að þeirra sem gagnrýna gellupólitíkina og gangist ekki undir slagorðin geti beðið félagsleg útskúfun.

Gellupólitík geri lítið úr konum

„Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag. Þessu ber okkur að fagna á grundvelli þess eins að þær séu konur. En verðleikar lúta í lægra haldi ef það er sjálfstætt fagnaðarefni að kona sé við stjórnvölinn,“ segir Hlédís ennfremur. Hún segir gellupólitíkina gera lítið úr konum enda sé það tímaskekkja að færa kynið aftur í forgrunninn. Slíkt sé niðurlægjandi fyrir konur:

„Það sem er sérstaklega slæmt við gellupólitíkina er hve lítið hún gerir úr konum. Kynið hefur aftur verið fært í forgrunn, þótt nær hálf öld sé liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands sem einstæð móðir. Vigdís stóð föst á því að konur væru líka menn og um það var samstaða meðal þjóðar. En nú þegar konur eru í forystu flestra vettvanga finna þær sig knúnar til þess að flíka kyni sínu á ný. Eins og það sé kvenleikinn sem gerir pólitíska þátttöku eða afrek þeirra merkilega. Það eina sem þetta gerir er að rýra trúverðugleika kvenna í opinberu lífi. Við erum í sífelldum þykjustuleik um að konur séu frávik í opinberu lífi. Fjölmiðlar á borð við Heimildina draga fram helstu valdakonurnar og láta þær brosa saman á forsíðumynd undir hjákátlegri fyrirsögninni: Konur við völd. Leyfum þessu aðeins að sökkva inn á meðan við ímyndum okkur hið gagnstæða: Karlar við völd. Myndu stjórnmálamenn samþykkja niðurlægjandi forsendur slíkrar forsíðufréttar og væri það til þess að auka traust okkar á hæfni þeirra?“

Greinina í heild má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro