fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 14:24

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velunnarar Brynju Þrastardóttur hafa að gefnu tilefni stofnað til fjársöfnunar fyrir hennar hönd.

Brynja er ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára manns frá Þorlákshöfn, sem myrtur var með hrottafullum hætti í marsmánuði síðastliðnum. Málið vakti landsathygli, ekki síst er réttarhöld í málinu voru háð við Héraðsdóm Suðurlands í haust en þar fengu þrír menn þunga dóma.

Sjá einnig: Dómur fallinn í Gufunesmálinu – Þrír fá þunga refsingu

Brynja hefur þótt sýna mikinn styrk í því skelfilega mótlæti sem hún hefur glímt við. Við fyrri áföll hafa nú bæst fjárhagslegar áskoranir er tengjast erfðamálum.

Þær Guðrún Helgadóttir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir fara fyrir hópi velunnara Brynju, sem hefur stofnað til fjársöfnunar fyrir hana til að mæta þessum áföllum. Hanna Björg birti eftirfarandi pistil um málið á Facebook-síðu sinni:

„Eins og flestum er kunnugt þá lést Hjörleifur Haukur Guðmundsson við hræðilegar aðstæður í mars sl. Brynja Þrastardóttir ekkja hins látna hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll og sorg eins og gefur að skilja. Brynja hefur staðið þessar raunir af sér af miklum styrk og æðruleysi. Nú er staðan sú að Brynja þarf að mæta fjárhagslegum áskorunum, sem ekki voru fyrirséðar og tengjast erfðamálum. Velunnarar Brynju standa nú fyrir söfnun til að auðvelda henni þessa óvæntu vegferð.“

Reikningsupplýsingar söfnunar: Kt. 040765-5819  0370-13-028229

Rétt er að hafa í huga að einnig lág framlög geta hjálpað mikið þegar margir sýna samhug í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.

Færsla Hönnu Bjargar er birt með góðfúslegu leyfi hennar en hægt er að sjá hana á Facebook með því að smella á tengilinn hér að neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro