fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Er barnið þitt með fölsuð skilríki?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 10:30

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla handtók fyrir helgi tvo menn um tvítugt sem grunaðir eru um að selja á annað þúsund ungmennum forrit sem breytir því hvernig aðrir sjá kennitölur þeirra á Island.is. Hinir handteknu auglýstu þjónustuna á 5-10 þúsund krónur á samfélagsmiðlum.

RÚV greinir frá.

Börnin sem áttu í viðskiptum við mennina keyptu ákveðinn kóða og þurftu síðan að hlaða upp forriti í símanum sínum til að tengja við vafrann hjá sér. Kóðinn les kennitölur og þegar kennitala viðkomandi kemur upp er henni breytt.

Tekið er fram að vefsíðan island.is sé örugg, forritið hafi einungis breytt því hvernig hún birtist öðrum.

Ekki er lögbrot að kaupa fölsun af þessu tagi en ólöglegt er að framvísa fölsuðum skilríkjum. Ljóst er að fölsuð skilríki af þessu tagi eru í umferð sem nemur vel yfir eitt þúsund. Segir lögregla mikilvægt að foreldrar eigi samtal við börn sín um þetta. Segi börnunum að þau séu ekki í vandræðum en spyrji hvort þau séu með þetta forrit í símanum sínum. Gera verði börnunum ljóst að ólölegt sé að framvísa svona skilríkjum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro