fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. nóvember 2025 12:46

Lucian Liu og Árni Wind. Mynd: Sigurjón Ragnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervigreind og sjálfvirkni í fjarfundalausnum var alls ráðandi á morgunverðarfundi OK og kínverska tæknifyrirtækisins Yealink sem haldinn var í gærmorgun. Þar fengu viðskiptavinir OK tækifæri til að sjá, upplifa og prófa nýjustu lausnirnar, allt frá næstu kynslóð fundakerfa til spánýrra hljóð- og myndlausna.

Lucian Liu, frá Yealink, sagði meðal annars frá fjórðu kynslóð fundakerfa, þar sem gervigreind er grunnstoð allrar vinnslu. Þá var sagt frá nýjum MeetingDisplay upplýsingaskjám, sem hugsaðir eru fyrir fyrirtæki sem vilja uppfæra fundarherbergin yfir í aukna sjálfvirkni. Einnig má nefna SkySound, sem er nýr hljóðbúnaður fyrir stærri fundarherbergi og sali og að endingu MeetingBoard PRO, þar sem lögð er áhersla á gagnvirkni á fundum.

Andrea Li og Lucian Liu frá Yealink. Mynd: Sigurjón Ragnar

„OK er leiðandi í sölu á Yealink lausnum á Íslandi og hluti af okkar vegferð er að sýna viðskiptavinum okkar það sem er mest spennandi frá þessum öfluga framleiðanda hverju sinni. Yealink er í fararbroddi á heimsvísu í hljóð- og myndlausnum og stendur í fremstu röð þegar kemur að nýjungum. Við hjá OK erum gríðarlega stolt af þessu góða samstarfi og hlökkum til að þétta það enn frekar, á komandi árum,“ segir Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður Notendalausna hjá OK.

Ingvar Guðjónsson, Guðmundur helgi Guðmundsson Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson. Mynd: Sigurjón Ragnar
Lucian Liu og Árni Wind. Mynd: Sigurjón Ragnar
Kristinn Helgason og Brynjar Björgvinsson. Mynd: Sigurjón Ragnar
Hjörleifur Hjartarson, Erik Sverrisson og Guðjón Pétursson. Mynd: Sigurjón Ragnar
Víglundur Pétursson, Josef Meekosha og Gunnar Einarsson. Mynd: Sigurjón Ragnar
Rakel Ýr Björnsdóttir og Auðunn Ragnarsson. Mynd: Sigurjón Ragnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Í gær

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Í gær

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði

Vandað atvinnuhúsnæði rís á Völlunum í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst

Harpa lýsir eftir syni sínum – Ekkert spurst til hans síðan í ágúst