fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 15:30

Hrossatað hefur verið í fréttum undanfarið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnfirðingar eru hrifnir af hrossataði og ætla ekki að hætta að nota það til uppgræðslu. Þetta var ákveðið á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar í gær.

Hrossatað hefur verið í fréttum undanfarið. Ólga er á meðal hestamanna á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að sum sveitarfélög hafa bannað dreifingu taðs á opin svæði. Það er að nýta það til uppgræðslu.

Skila þarf taðinu til Sorpu en fyrirtækið innheimtir móttökugjald upp á 26 krónur á kílóið. Er hrossatað flokkað og skattlagt sem úrgangs-eða spilliefni.

„Vegna frétta um að hrossatað sé flokkað sem úr­gangs- eða spilli­efni á það ekki við um hrossatað komið frá hrossum í Hafnarfirði,“ segir í bókun Hafnfirðinganna. „Hafnfirðingar líta á hrossatað sem lífrænan, náttúrulegan og uppgræðandi úrgang sem hefur verið nýttur sem áburður frá örófi alda.“

Hafi Hafnarfjarðarbær og Hestamannafélagið Sörli haft góða samvinnu um nýtingu hrossataðs til uppgræðslu í landi Hafnarfjarðarbæjar um langt árabil. Engin breyting er fyrirhuguðu í þeim efnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum