fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Gjörningur í heilbrigðisráðuneytinu – Vilja að Alma fordæmi niðurrrif heilbrigðiskerfisins í Palestínu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag fór hópur heilbrigðisstarfsfólks og almennra borgara í heilbrigðisráðuneytið til að færa Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, yfirlýsingu. Hópurinn krafðist þess meðal annars að heilbrigðisráðherra fordæmi eyðileggingu á heilbrigðiskerfinu í Palestínu og að hún beiti sér með virkum hætti til þess að stöðva þjóðarmorð Ísraela þar. Yfirlýsing hópsins, sem samanstóð af heilbrigðisstarfsfólki og öðrum borgurum, var svohljóðandi:

Gott fólk. 

Við krefjumst þess að Alma Möller, í krafti embætti síns, fordæmi, ásamt Ríkisstjórn Íslands, gereyðileggingu allra heilbrigðisinnviða á Gaza. Jafnframt, að hún, ásamt ríkisstjórninni, krefjist þess þegar í stað á alþjóðavettvangi, að alþjóðalögum sé fylgt eftir í Palestínu. 

Það að sjúkrabílar séu skotmörk, að sjúkrahús séu skotmörk, að heilbrigðisstarfsfólk séu skotmörk, er glæpur. 

Við krefjumst þess að Alma Möller taki undir kröfu framkvæmdarstjóra Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar, Dr. Ghebreyesus, og aðalritara Amnesty International, Dr. Callamard,og Aðalritara Ammesty International um að Hussam Abu Safyia, læknir og forstjóri Kamal Adwan sjúkrahússins, síðasta starfhæfa sjúkrahússins á Norður Gaza, verði sleppt, tafarlaust! 

Hlutverk heilbrigðisstarfsfólks um allan heim, er, að standa vörð um lífið. 

Nú skiptir öllu máli, að fólk standi saman til að varðveita þetta grundvallarlögmál heilbrigðisstarfsis. 

VIÐ VERÐUM AÐ LÁTA RÖDD OKKAR HEYRAST Á ALÞJÓÐAVETTVANGI. ÞAÐ ER OKKAR SKYLDA.

Reykjavík, 

8.janúar 2025

Hópurinn klæddist fatnaði heilbrigðisstarfsfólks og kraup á gólfinu til að minna á þá heilbrigðisstarfsmenn sem teknir hafa verið til fanga af Ísraelsher, auk þeirra 1050 heilbrigðisstarfsmanna sem hafa verið myrt af Ísraelsher síðustu 14 mánuði.

Stríðshljóð voru spiluð úr hátölurum til þess að undirstrika að 654 árásir hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnanir á Gaza síðan 7. október, auk þess sem einungis 16 af 36 spítölum á svæðinu eru starfhæfir og það einungis að hluta til.

Fengu ekki áheyrn ráðherra en lögregla kom

„Hópurinn bað um að fá að tala við ráðherra eða ráðuneytisstjóra. Áður en nokkur úr ráðuneytinu gaf sig fram komu að minnsta kosti 8 lögreglumenn á staðinn. Fyrstu viðbrögð starfsfólks ráðuneytisins var að hringja á lögregluna. Það var ekki fyrr en eftir 30 mínútur að ráðuneytisstjóri kom að máli við hópinn og hann kom erindi sínu til skila,“ segir ennfremur í tilkynningu frá hópnum.

Meðfylgjandi eru aðsendar myndir frá hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“

Jóhannes baunar á Kristrúnu – „Veruleg vonbrigði að sjá forsætisráðherra landsins fara með þetta fleipur á alþjóðavettvangi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“

Vinsælasta kaffihús Hafnarfjarðar kveður – „Ég þakka fyrir mig“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Í gær

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Í gær

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum

Sveitarfélög brutu á eldri borgurum