fbpx
Mánudagur 17.febrúar 2025
Fréttir

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. janúar 2025 04:26

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem úkraínski herinn segir, þá slógu Rússar met á síðasta ári hvað varðar mannfall í stríðinu við Úkraínu.

Oleksandr Syrskyi, yfirmaður úkraínska hersins, sagði í samtali við TSN sjónvarpsstöðina að 434.000 rússneskir hermenn hefðu fallið og særst á síðasta ári. Þar með er heildarfjöldi fallinna og særðra rússneskra hermanna í stríðinu kominn í 819.000 miðað við það sem hann sagði.

Rússar hafa náð meira landi undir sig í Úkraínu síðasta árið en fórnarkostnaðurinn hefur verið gríðarlegur, bæði í mannslífum og hergögnum.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War (ISW) sagði í greiningu sinni á mánudaginn að nú séu Rússar að reyna að auka við mannafla sinn með að taka konur inn í herinn. Segir ISW að byrjað sé að skrá bæði faglærða og ófaglærða karla í herinn og konur og eigi að senda þetta fólk á vígvöllinn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Trent bætti met Gerrard
Fréttir
Í gær

Þröstur tekur við ritstjórn Bændablaðsins

Þröstur tekur við ritstjórn Bændablaðsins
Fréttir
Í gær

Segir hið opinbera mesta sökudólginn með útvistun verkefna

Segir hið opinbera mesta sökudólginn með útvistun verkefna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn í haldi lögreglu vegna skotvopnsins á þaki Laugalækjarskóla

Einn í haldi lögreglu vegna skotvopnsins á þaki Laugalækjarskóla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar nágranna sinn um óleyfilegt sauðfjárhald – Óttast tjón vegna óþefs

Sakar nágranna sinn um óleyfilegt sauðfjárhald – Óttast tjón vegna óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sagður íhuga fjöldauppsagnir í heilbrigðisgeiranum

Trump sagður íhuga fjöldauppsagnir í heilbrigðisgeiranum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump lét tæma nokkur uppistöðulón til að slökkva skógarelda – Gjörsamlega gagnslaust og 8 milljarðar lítra af vatni fóru til spillis

Trump lét tæma nokkur uppistöðulón til að slökkva skógarelda – Gjörsamlega gagnslaust og 8 milljarðar lítra af vatni fóru til spillis