fbpx
Mánudagur 17.febrúar 2025
Fréttir

Var Trump óvart að gera alla Bandaríkjamenn að konum? – „Frekar mikið klúður hjá þeim“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump tók aftur við embætti Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Eitt af hans fyrstu verkum var að lýsa því yfir að í Bandaríkjunum séu aðeins tvö kyn sem hafi ekkert með kynvitund að gera.

Tilskipunin skilgreinir kvenkyn sem: „manneskja sem tilheyrir, við getnað, kyninu sem framleiðir stóru kynfrumuna“

Karlkyn er að sama bragði kynið sem framleiðir litlu kynfrumuna.

Orðalag tilskipunarinnar hefur vakið furðu. Því hefur verið haldið fram að Trump hafi þarna óvart lýst því yfir að allir Bandaríkjamenn séu konur þar sem við getnað og á fyrstu vikum meðgöngu er ekki um neitt karlkyns fóstur að ræða.

Ein þeirra sem hafa vakið athygli á þessu er kynjafræðingurinn og baráttukonan Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Hún skrifar á Facebook:

„Það sem er hvað furðulegast við þessar tilskipanir er að það er miðað við kyn við „getnað“ en ekki við fæðingu eins og ég hélt upprunalega – sem þýðir að tæknilega munu allir Bandaríkjamenn vera lagalega kvenkyns, þar sem öll fóstur byrja þannig. Frekar mikið klúður hjá þeim, sem sýnir bara að það er ekki heil hugsun á bakvið þennan sirkus.

Þó að þessu sé auðvitað beint að trans fólki, þá hefur þetta auðvitað líka áhrif á intersex fólk sem er með ódæmigerð kyneinkenni og falla ekki í þessa þröngu flokkun á karlkyni og kvenkyni.

En auðvitað snýr þetta bara um að grafa undan jafnrétti og framförum almennt – það bara vill svo til að trans fólk liggur vel við höggi. Þannig virkar þessi blessaða „skynsemishyggja“, sem þeir nota sem dulbúning á fasismanum.

Það er nefnilega ekkert skynsamlegt við stefnur Trump og félaga. Þær fara þvert á vísindi, framfarir og gegn þekkingu heilbrigðisstofnana, sérfræðinga og allra sem hafa vit á þessum málum.

Þetta eru bara fordómar, fjandsemi og mannillska. Köllum hlutina réttum nöfnum.“

Um er að ræða áhugaverða hugleiðingu en fræðimenn í líffræði eru ekki á einu máli hvað þetta varðar. Lengi var því haldið fram að frá getnaði og fram að um 6. viku meðgöngu séu öll fóstur kvenkyns. Eftir það komi til virkni frá Y-litningi, sé hann til staðar, sem veldur því að fóstrið verður karlkyns. Rannsókn sem kom út árið 2017 sýndi þó að fram á að öll fóstur séu í raun tvíkynja, það er með bæði kvenkyns og karlkyns æxlunarfæri. Eftir u.þ.b. 6. vikna meðgöngu hefjist svo ferli þar sem önnur hvor æxlunarfærin verða virk á meðan hitt settið verður óvirkt og hverfur.

Svo í raun er ekki hægt að fullyrða að Trump hafi hér lýst því yfir að allir Bandaríkjamenn séu konur, þó margir haldi því fram að fóstur séu öll í upphafi kvenkyns. Engu að síður hefur internetið skemmt sér konunglega yfir því að mögulega var Trump að gera sjálfan sig að bæði fyrsta kvenkyns forseta Bandaríkjanna sem og fyrsta trans forseta Bandaríkjanna.

Þess ber þó að geta að erfðafræðilega ætti að liggja fyrir strax við getnað hvers konar litningar fóstrið, eða okfruman, hefur fengið. Trump minntist þó í engu á erfðafræðilegt kyn í tilskipun sinni. Orðalagið vekur eins upp spurningar um intersex einstaklinga,þau sem fæðast með bæði með eistu og eggjastokka eða þau sem fæðast hvorki með eistu né eggjastokka eða einstaklinga sem fyrir einhverja ástæðu framleiða ekki kynfrumur.

Þeir sem óttast forsetatíð Trump telja þó að orðalagið sé engin misritun. Hér sé Trump að gefa til kynna afstöðu um að líf hefjist við getnað og muni hann fljótlega banna þungunarrof í Bandaríkjunum. Eins liggi fyrir að tilskipuninni sé beint sérstaklega gegn trans samfélaginu.

Ugla segir í samtali við RÚV að Trump sé að senda mjög skýr skilaboð um að trans fólk sé ekki velkomið í Bandaríkjunum. Raunveruleikinn sé þó að trans fólk er til. Það hætti ekki að vera satt alveg sama hvaða lög eru sett.

„Þau geta í rauninni sett hvaða lög sem er en trans fólk verður alltaf til og það er ekki að fara neitt. Þannig að auðvitað munum við berjast á móti þessu eins og við getum.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Olís-ÓB gefur út nýtt app

Olís-ÓB gefur út nýtt app
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi frásögn föður frá Seltjarnarnesi – Stúlkur notuðu tusku og þurrsjampó til að komast í vímu

Sláandi frásögn föður frá Seltjarnarnesi – Stúlkur notuðu tusku og þurrsjampó til að komast í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill greiðari aðgang fanga að netinu – „Ekki hægt að tefja þetta lengur“

Vill greiðari aðgang fanga að netinu – „Ekki hægt að tefja þetta lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjóri segir fólk fresta læknisheimsóknum – „Það hafa ekki allir getu eða fjárráð til að verka bílana sína eftir svona ferðalag“

Bæjarstjóri segir fólk fresta læknisheimsóknum – „Það hafa ekki allir getu eða fjárráð til að verka bílana sína eftir svona ferðalag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotveiðimenn skiptast í fylkingar eftir ákvörðun Jóhanns Páls – „Þeir geta troðið þessu upp í rassgatið á sér“

Skotveiðimenn skiptast í fylkingar eftir ákvörðun Jóhanns Páls – „Þeir geta troðið þessu upp í rassgatið á sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Colas ómyrkur í máli um íslenska vegakerfið – „Svo er sérfræðingurinn hissa á ástandinu“

Framkvæmdastjóri Colas ómyrkur í máli um íslenska vegakerfið – „Svo er sérfræðingurinn hissa á ástandinu“