fbpx
Mánudagur 17.febrúar 2025
Fréttir

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 22:00

Hundarnir eru komnir í umsjá sveitarfélagsins. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmensk kona fannst látin á heimili sínu, að hluta til étin af hvolpum sínum. Konan hafði verið látin í nokkra daga áður en hún fannst.

Breska blaðið Daily Mail greinir frá þessu.

Konan hét Adriana Neagoe og var aðeins 34 ára að aldri, en kallaði sig Anda Sasha. Hún fannst látin á gólfinu á heimili sínu í bænum Targu Jiu, sem er nálægt höfuðborginni Búkarest í austurhluta Rúmeníu.

Þegar ekki hafði heyrst frá Andu í fimm daga fór fólk að hafa áhyggjur. Var hringt í lögregluna sem braust inn í íbúðina og fann hana látna. Hjá henni voru tveir hvolpar af tegundinni Pug. Sáu þeir strax að hvolparnir voru byrjaðir að éta lík Andu vegna svengdar.

Var líkið flutt á réttarmeinafræðideild spítalans í Gorj þar sem krufning fer fram.

Rannsókn hafin

„Annar engill er farin til himna,“ sagði systir hennar, Maria Alexandra, í færslu á samfélagsmiðlum. „Fallega systir mín Anda Sasha er ekki lengur á meðal vor.“

Lögreglan hefur hafið rannsókn á dauða Öndu. En á líkinu voru svokallaðir líkblettir, það er þegar blóðið safnast fyrir í neðri helmingi líkamans.

Í yfirlýsingu lögreglu segir að ættingi hafi farið með lögreglu á vettvang. Einnig að kalla hafi þurft til hjálp slökkviliðs til að opna hurðina. Pug hvolparnir tveir voru samstundis sóttir af starfsmönnum Gorj héraðs.

Hundarnir hafi reynt að vekja Öndu

Fólk hefur brugðist við á samfélagsmiðlum og sýnt fjölskyldu Öndu dýpstu samúð. Sumir hafa hins vegar gagnrýnt það hvað það tók langan tíma að finna hana. Fólk hefði átt að átta sig á því fyrr að eitthvað væri að.

Þá hafa hundavinir tjáð sig um málið og komið pug hvolpunum til varnar.

„Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir voru að reyna að hjálpa henni. Þannig eru þessir hundar. Þeir voru líklega að reyna að vekja hana. Grey hundarnir,“ segir kona að nafni Patti í athugasemd.

„Hungur neyðir fólk til að éta hunda og annað fólk líka,“ segir maður að nafni Gene. Vísar hann til þess að í hungursneyðum hafi fólk stundum selt líkamsleifar annars fólks á götum úti.

„Ég óttast það mest að ef ég dey þá myndu hundarnir mínir svelta til bana áður en nokkur tæki eftir því,“ segir maður að nafni Brian George.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump lét tæma nokkur uppistöðulón til að slökkva skógarelda – Gjörsamlega gagnslaust og 8 milljarðar lítra af vatni fóru til spillis

Trump lét tæma nokkur uppistöðulón til að slökkva skógarelda – Gjörsamlega gagnslaust og 8 milljarðar lítra af vatni fóru til spillis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umhverfisverndarsinnum var kennt um skemmdarverkin – Síðan kom skelfilegur sannleikurinn í ljós

Umhverfisverndarsinnum var kennt um skemmdarverkin – Síðan kom skelfilegur sannleikurinn í ljós