fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. september 2025 07:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytingar hafa verið gerðar á starfsreglum hjá Isavia eftir að alvarlegt flugatvik kom upp á Reykjavíkurflugvelli þann 25. febrúar 2024.

Þá munaði litlu að tvær flugvélar rækjust saman í nágrenni flugvallarins en á sama tíma voru flugumferðarstjórar á vakt að fylgjast með úrslitaleik Liverpool og Chelsea í enska deildabikarnum.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og vísar í svar innviðaráðherra við fyrirspurn Pawels Bartoszek, þingmanns Viðreisnar. Spurði Pawel hvort Isavia hefði sett verklagsreglur um notkun miðla í vinnurýmum flugleiðsögu í kjölfar atviksins.

Í svarinu kemur fram að Isavia hafi gefið út verklagsreglu í janúar á þessu ári sem kveður á um ábyrga notkun miðla í vinnurýmum flugleiðsögu.

„Verklagið, sem er hluti af rekstrarhandbók Isavia ANS, var samið í samráði við starfsmenn, trúnaðarmenn og öryggisnefnd fyrirtækisins með hliðsjón af atvikinu 25. febrúar 2024. Samkvæmt verklaginu er miðill skilgreindur sem raftæki þar sem efni sem ætlað er til afþreyingar er miðlað. Notkun slíkra miðla er óheimil í vinnustöð flugumferðarstjóra nema vaktstjórnandi veiti sérstaka undanþágu til notkunar. Þá er þátttaka í fundum úr vinnustöð óheimil samkvæmt verklaginu,“ segir í svarinu.

Pawel spurði einnig hvort ráðherra teldi að sjónvarpsáhorf flugumferðarstjóra fyrir umrætt atvik hefði verið í samræmi við þágildandi reglur. Í svarinu segir að engar skriflegar reglur hafi verið til hjá Isavia um notkun miðla í vinnurýmum fyrir flugleiðsöguþjónustu. Engu að síður telji Isavia að það ástand sem var til staða í flugturninum þegar umrætt atvik átti sér stað hafi ekki verið í samræmi við þágildandi reglur.

„Bendir stofnunin á að þrátt fyrir að ekki hafi verið til skriflegt verklag um notkun miðla hjá Isavia ANS á þessum tíma hafi verið skjalfest í handbók Isavia ANS (MANOPS) mikilvægi þess að tryggja að starfsfólk flugumferðarþjónustudeilda yrði ekki fyrir utanaðkomandi truflun við störf sín,“ segir meðal annars í svari ráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“