fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Austurríki: Þetta vitum við um byssumanninn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júní 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tíu eru dánir eftir að byssumaður hóf skothríð í BORG Dreierschuetzengasse-menntaskólanum í borginni Graz í Austurríki. Talið er að alls hafi 28 hafi særst í árásinni en um er að ræða eitt versta fjöldamorð í sögu landsins.

Austurrískir fjölmiðlar greina frá því að árásarmaðurinn hafi beint sjónum sínum að tveimur skólastofum í skólanum en hann mun hafa verið fyrrverandi nemandi. Hann fannst látinn inni á salerni skólans og er hann sagður hafa svipt sig lífi eftir voðaverkið. Í frétt Kronen Zeitung kemur fram að hann hafi verið 22 ára.

Herma heimildir austurrískra fjölmiðla að árásarmaðurinn hafi talið sig fórnarlamb eineltis.

Myndbönd ganga nú um samfélagsmiðla þar sem sjá má nemendur á hlaupum á meðan að skothvellir heyrast á bak við. Elkhe Khar, borgarstjóri Graz, segir að alls hafi 28 særst í árásinni.

Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað á vettvangi í morgun en að sögn lögreglu er ekki frekari hætta á ferðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir manni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald