fbpx
Laugardagur 21.júní 2025
Fréttir

Harmleikur í Austurríki – Margir sagðir látnir eftir skotárás í morgun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. júní 2025 09:31

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru sagðir látnir eftir að nemandi hóf skotárás í skóla í borginni Graz í Austurríki í morgun. Kronen Zeitung segir að minnst átta séu látnir og margir til viðbótar særðir.

Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir klukkan 10 að staðartíma og var mjög mikill viðbúnaður.

Í frétt Kronen Zeitung er haft eftir nemanda að hann hafi heyrt að minnsta kosti tuttugu skothvelli og að árásarmaðurinn, sem mun hafa verið nemandi í skólanum, hafi framið voðaverkið í tveimur skólastofum skólans.

Austurrískir fjölmiðlar greina frá því að árásarmaðurinn sé á meðal hinna látnu. Lögregla hefur biðlað til almennings að halda sig fjarri skólanum meðan að á vinnu á vettvangi stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill fékk skammir fyrir að gagnrýna mótmælendur – „Og þú móðgast yfir Palestínskum fána á 17 júní!!!???”

Egill fékk skammir fyrir að gagnrýna mótmælendur – „Og þú móðgast yfir Palestínskum fána á 17 júní!!!???”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Var Jón Þröstur myrtur af launmorðingja sem fór mannavillt?

Var Jón Þröstur myrtur af launmorðingja sem fór mannavillt?
Fréttir
Í gær

Leigjandi beið ósigur í harðvítugri deilu við leigusala – Ásakanir um hlutdrægni höfðu ekkert að segja

Leigjandi beið ósigur í harðvítugri deilu við leigusala – Ásakanir um hlutdrægni höfðu ekkert að segja
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lifði af flugslysið segist vera þjakaður af sektarkennd

Maðurinn sem lifði af flugslysið segist vera þjakaður af sektarkennd