fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Útlit fyrir bongó um helgina

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. maí 2025 13:00

Það verður grillveður um helgina. Skjáskot/Vedur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt veðurspám verður mjög gott veður um helgina, sannkölluð bongóblíða um allt land. Hlýtt, bjart og lítill vindur víðast hvar.

Suðlægar áttir einkenna reyndar alla þessa viku samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. En oft skýjað og stundum örlítið regn við og við. Um helgina og fram á mánudag er hins vegar spáð mjög góðu veðri.

„Breytileg átt og yfirleitt bjart, en sums staðar þoka við sjávarsíðuna. Áfram hlýtt í veðri,“ segir á vef Veðurstofunnar um veðurhorfur á laugardag og sunnudag.

Mesta hitanum er spáð á Austurlandi, 20  stigum síðdegis á laugardag en sólríkt og bjart um allt land. Meðal annars 16 stigum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og 18 stigum á Borgarfjarðarsvæðinu.

Eins og sjá má á vef norsku veðurstofunnar, yr.no, þá er þar sömu sögu að segja. Í Reykjavík megi búast við hita allt að 18 stigum, vægum vindi og nánast engri úrkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi

Glans bílaþvottastöð opnar á Selfossi
Fréttir
Í gær

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings

Segir Félagsbústaði hafa fargað verðmætum málverkum í eigu skjólstæðings