fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Fréttir

Afhjúpa áróður á TikTok – „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. maí 2025 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) halda úti TikTok-reikningi sem kallast Ekkert slor. Þar hafa undanfarið birst myndbönd þar sem varað er við hækkun veiðigjalda, en fyrir þá sem rekast fyrir tilviljun á myndböndin er ekki augljóst hvaðan þau koma. Fólk þarf sérstaklega að skoða reikninginn sjálfan til að sjá að þarna er SFS á ferðinni. Heimildin vekur athygli á málinu og bendir á að í nokkrum myndböndum megi sjá unga konu, hagfræðinginn Birtu Karen Tryggvadóttur, tala um veiðigjöldin. Birta kynnir sig sem hagfræðing en nefnir ekki að hún starfi fyrir SFS.

Þess má jafnframt geta að Birta hefur lengi verið virk innan Sjálfstæðisflokksins, setið í stjórn Heimdallar og í framkvæmdastjórn SUS og situr nú í atvinnuveganefnd flokksins. Samkvæmt Orðinu á götunni fundaði Birta með þingliði Sjálfstæðisflokksins í kaffistofu Alþingis í skála þar sem hún lagði þeim línurnar í umræðunni um veiðigjöldin.

@ekkertslorSmá staðreynd um arðsemi eftir atvinnugreinum

♬ original sound – Ekkert slor 🐟

Nokkrir hafa gagnrýnt Birtu og Ekkert slor fyrir villandi framsetningu. Einn skrifar: „Svo aumt af SFS að geta ekki komið fram undir eigin nafni,“ en SFS svarar því að það sé ekkert leyndarmál að SFS eigi þennan TikTok-reikning.  Gagnrýnandinn taldi þetta ekki nógu gott svar: „Það kemur ekki fram í þessu tiktoki. Þannig að það er greinilega eitthvað óþægilegt fyrir ykkur að koma fram undir nafni.“

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Pírata, birti myndband á TikTok. Hún er líka hagfræðingur en tekur fram að ólíkt Birtu sé hún ekki á mála hjá SFS. „Frá einum hagfræðingi til annars, þá veit ég ekki hvort þetta sé sniðugt, að setja þessar upplýsingar fram á þennan hátt.“

Gunnhildur segir að þar sem hagsmunatengsl séu klárlega til staðar hefði Birta átt að taka sérstaklega fram að hún vinni fyrir SFS.

@gunnhildurfrida Myndbandið var upphaflega birt á @Ekkert slor 🐟 ♬ original sound – Gunnhildur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“
Fréttir
Í gær

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“

Dómurinn yfir Ymi Art birtur: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“
Fréttir
Í gær

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði

Valur vill gera 500 gjaldskyld bílastæði á fyrirhuguðu æfingasvæði
Fréttir
Í gær

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða

Foreldrar hennar voru myrtir – Eftir ræðuna í jarðarför þeirra varð hún efst á lista yfir grunaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum

Slugsi tekinn og sektaður fyrir að aka um höfuðborgarsvæðið á nagladekkjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot

Hvetja Trump til að kæra þingkonu og knýja hana í gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“

Össur urðar yfir Morgunblaðið og Stefán Einar en er sáttur við ritstjórann – „Öfgafull málpípa raunverulegra eigenda“