fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

OK og HP hlutskörpust í útboði Kópavogsbæjar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. janúar 2025 14:55

Hildur Björk Margrétardóttir og Björgvin Björgvinsson starfsmenn OK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OK og HP voru hlutskörpust í örútboði Kópavogsbæjar á fartölvum. Örútboðið var framkvæmt innan rammasamnings Ríkiskaupa, þar sem gæðakröfur voru þegar skilgreindar og nauðsynlegt var að búnaðurinn uppfyllti þær.

„Það er ánægjulegt að OK og HP hafi orðið hlutskörpust í örútboði Kópavogsbæjar. Þjónusta bæjarfélagsins er afar víðtæk og því mikilvægt fyrir starfsfólk að geta treyst á öflugan tölvubúnað í sínu starfi. Við erum spennt fyrir komandi samstarfi og eiga þess kost á að veita bænum framúrskarandi þjónustu og búnað, sem hægt er að treysta á,“ segir Trausti Eiríksson, sölustjóri OK í tilkynningu.

Þess má geta að HP tölvubúnaður kemur í 100% endurvinnanlegum pakkningum. Að lágmarki 30% af ramma skjás vélarinnar er gerður úr endurnýttu plasti. Hátalarar eru gerðir að hluta til úr sjávarplasti. Í lyklaborðunum eru notaðir CD/DVD diskar. Vélarnar eru með EPEAT, TCO og Energy star vottanir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis