fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fréttir

Hildur segir málið hlægilegt: „Grímulaus kosningabrella“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. september 2024 07:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir að nýr borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, sé lítið annað en gamall grautur í nýrri skál. Hildur lýsir þessari skoðun sinni í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Blaðið fjallar um áform um framkvæmdir við þjóðarhöll innanhússíþrótta og þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum sem talað hefur verið um býsna lengi. Er bent á það í umfjölluninni að fimm starfshópar, tvö undirbúningsfélög og framkvæmdanefnd hafi verið stofnuð frá árinu 2015 vegna fyrrgreindra áforma. Þá hafa tvö erlend ráðgjafafyrirtæki komið að málinu.

Þrátt fyrir allt þetta hefur engin skóflustunga verið tekin. Fyrir viku undirrituðu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar, KSÍ og FRÍ viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu og frjálsíþróttir í Laugardal. Fyrsti áfangi í uppbyggingu þjóðarleikvangs í fótbolta veðrur að skipta út núverandi grasi á vellinum fyrir svokallað hybrid-gras og setja hitunarkerfi undir völlinn.

Hildur segir við Morgunblaðið í dag að það sé hlægilegt að enn ein viljayfirlýsingin hafi verið undirrituð í aðdraganda kosninga. Ekki sé um neitt annað að ræða en „grímulausa kosningabrellu“.

„Það er alltaf verið að klippa borða og und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ing­ar stuttu fyr­ir kosn­ing­ar,“ seg­ir Hild­ur við Morgunblaðið og bætir við að mörgu sé lofað en efndir séu litlar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess

Akureyrarbær fór ekki að lögum – Samdi við fyrirtæki með fyrirvara vegna óvissu um fjárhagslega getu þess
Fréttir
Í gær

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum

Er ríkisstjórnin að springa? Segir að Bjarni gæti freistast til að boða til kosninga á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“

Vitni að banaslysinu í Stuðlagili náði ekki að grípa til konunnar í ánni – „Ef ég hefði haft tíu sekúndur í viðbót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall

Verkfall samþykkt í átta skólum – Þetta eru skólarnir sem fara í fjögurra vikna verkfall