Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum sínum um stundarsakir eins og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafði farið fram á vegna ummæla hans um útlendinga.
Þetta kemur fram í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins.
Í tilkynningunni segir að Guðrún hafi talið ummæli Helga Magnúsar óviðeigandi í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns. Einnig hafi ummælin grafið undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild.
„Í því samhengi skipti máli að ummælin beindust meðal annars að innflytjendum og flóttafólki, tilteknum samtökum og einstaklingi sem starfar sem lögmaður,“ segir í tilkynningunni. „Þá var um ítrekaða háttsemi að ræða, sem var jafnframt sama eðlis og viðkomandi embættismaður fékk áminningu fyrir tveimur árum áður.“
Hins vegar hafi ummælin verið setti fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um einstakling sem hótaði Helga Magnúsi og fjölskyldu hans ofbeldi.
„Sú staða hafði áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi. Með vísan til þess og á grundvelli meðalhófs er það niðurstaða dómsmálaráðherra að veita vararíkissaksóknara ekki lausn um stundarsakir.“