fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Maður handtekinn með skuggaleg vopn í miðborginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. september 2024 07:57

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla stöðvaði mann í miðborginni í gærkvöld við almennt umferðareftirlit. Við þau afskipti blasti við lögreglumönnum skefti á skotvopni og var maðurinn þá samstundis handjárnaður. Reyndist skotvopnið vera gasskammbyssa. Við frekari leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni, stór hnífur og skotfæri í gasskammbyssuna. Maðurinn reyndist einnig vera ölvaður við akstur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Frá þessu segir í dagbók lögreglu. Einnig segir frá því að tilkynnt var um mann sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðborginni. Við komu lögreglu á vettvang var töluverður hópur í kringum manninn og æsingur. Brást maðurinn illa við afskiptum lögreglu og streittist á móti handtöku. Við öryggisleit á honum fannst höggvopn og nokkuð af fíkniefnum. Var maðurinn vistaður í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögregla var send með sjúkraliði á slysadeild vegna reiðhjólaslyss. Talið er að hjólreiðamaðurinn hafi viðbeinsbrotnað.

Alls voru 74 mál bókuð í kerfum lögreglu síðasta sólarhringinn. Á tímabilinu voru átta ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega