fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engar sérstakar öryggiskröfur virðast hafa talist nauðsynlegar þegar ráðist var í sprungufyllingu við Vesturhóp 29 í Grindavík í janúar síðastliðnum. Lúðvík Pétursson, fjögurra barna faðir og afi, lést þegar hann féll ofan í sprungu við húsið þann 10. janúar síðastliðinn.

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í dag fjallar Helgi Seljan um málið og vísar meðal annars í rannsóknargögn lögreglu og skýrslur þeirra sem komu að málinu. Í umfjölluninni kemur fram að samkvæmt skýrslu tveggja matsmanna, rúmum mánuði áður en slysið varð, hafi komið fram að ekki hafi svarað kostnaði að bjarga húsinu.

„Þetta er bara stórkostlegt gáleysi af fólkinu sem stýrir verkinu,“ er haft eftir samstarfsmanni Lúðvíks í vitnaskýrslu hjá lögreglu. Umrætt verk, að fylla í sprunguop við húsið, var unnið fyrir Náttúruhamfaratryggingar Íslands sem útvistaði því til verkfræðistofunnar Eflu.

Í umfjöllun Heimildarinnar er vísað í orð samstarfsmanns Lúðvíks í framburði hans hjá lögreglu að ekki hafi verið talað um öryggislínur og ekki hefði verið talið nauðsynlegt að nota áfastar jarðvegsþjöppur „sem hefði náttúrlega allan daginn átt að vera … ekki til neitt verklag um þetta hjá

neinum,“ lýsti samstarfsmaðurinn.

Í Heimildinni kemur fram að Náttúruhamfaratryggingar Íslands vísi ábyrgð á undirbúningi, áhættumati og framkvæmd verksins á Eflu. Verkfræðingur hjá Eflu hafi aftur á móti sagt að ekkert áhættumat hefði verið gert og engin krafa hefði verið um slíkt. „Það er í raun og veru enginn sem gerir neinar kröfur, sko,“ segir verkfræðingur hjá Eflu.

Blaðið ræðir einnig við eiganda hússins Vesturhóp 29 sem lýsir furðu sinni á því að ráðist hafi verið í það verk að fylla í sprungur við húsið. „Við vildum ekki, skildum ekki og óskuðum ekki eftir þessum aðgerðum, alls ekki.“

Ítarlega er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest
Fréttir
Í gær

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“