fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Sleginn í andlitið með golfkylfu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. september 2024 07:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna manns sem hafði slegið annan í andlitið með golfkylfu. Maðurinn sem grunaður er um árásina fannst heima hjá sér þar sem lögregla skoraði á hann að koma út og var hann handtekinn í kjölfarið.

Að sögn lögreglu var maðurinn vistaður í fangageymslu og var vopnið, sem reyndist vera 5-tré, haldlagt. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut minniháttar áverka í andliti en kvaðst ekki nenna að fara á slysadeild til aðhlynningar.

Í öðru máli var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ógnandi manns í ónefndum bílakjallara. Í ljós kom að maðurinn hafði brotið framrúðu í bifreið og rænt peningum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Við öryggisleit á manninum fundust ætluð fíkniefni og peningaseðlar, ætlað þýfi. Annar maður tók einnig þátt í ráninu með því að hóta tilkynnanda með hnífi, en sá var farinn af vettvangi og hefur ekki fundist.

Þá var óskað eftir aðstoðar vegna ráns þar sem átta menn réðust að einum með ofbeldi og höfðu af honum gleraugu. Árársarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður á jörðina og þar sparkað í bak hans og hnakka. Flestir sakborninga eru óþekktir og allir ófundnir. Árásarþola var boðið á lögreglustöð til samtals við rannsóknarlögreglumann og síðan hvattur til að leita sér heilbrigðisaðstoðar. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest
Fréttir
Í gær

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“