fbpx
Þriðjudagur 17.september 2024
Fréttir

Íranar derra sig við Bandaríkin og Ísrael en loka samt ekki dyrunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2024 08:00

Mikil spenna er í samskiptum Írana við Bandaríkin og Ísrael.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sagði Masoud Pezeshkian, forseti Íran, að „það saki ekki“ að ræða við „óvininn“ og átti hann þar við viðræður við Bandaríkin. Þetta hefði hann ekki sagt nema að hafa fyrst fengið blessun Ali Khamenei, æðstaklerks, sem stýrir landinu harðri hendi.

Viðræðurnar, sem átt er við, eru viðræður um kjarnorkuáætlun Íran. Íranar sömdu við fjölda ríkja um hana árið 2015 en sá samningur er steindauður. En Íranar halda dyrunum opnum og að undanförnu hafa óbeinar viðræður átt sér stað á milli ríkjanna með milligöngu stjórnvalda í Óman.

Samkvæmt samningum þá var fallið frá hluta refsiaðgerða alþjóðasamfélagsins gegn Íran gegn því að alþjóðlegir eftirlitsmenn fengju að fylgjast með kjarnorkuáætlun þeirra til að tryggja að þeir myndu ekki smíða kjarnorkuvopn.

Donald Trump ákvað 2018 að draga Bandaríkin út úr samningnum og tók upp harðar refsiaðgerðir gegn Íran. Hann sakaði Írana um að svíkja samkomulagið en sérfræðingar segja það ekki rétt.

Í kjölfarið byrjuðu Íranar að auka birgðir sínar af auðguðu úrani og eiga nú 27 sinnum meira af því en heimilað var í samkomulaginu frá 2015. Þá er hreinleiki úransins mun meiri en kveðið var á um í samningnum.

Alþjóðlegir sérfræðingar telja að Íranar hafi auðgað nóg úran til að geta smíðað þrjár kjarnorkusprengjur en til þess þurfa þeir að auka hreinleika þess upp í 90% en hann er nú 60% að því að talið er.

Íranar hafa haft í hótunum við Ísrael síðustu mánuði vegna stríðsins á Gasa og árása Ísraelsmanna á leppa Írana í Miðausturlöndum, það eru hryðjuverkasamtök á borð við Hizbollah.

En Íranar vilja alls ekki lenda í stríði gegn Ísrael og Bandaríkjunum, sem hafa heitið að styðja Ísrael. Ástæðan er að íranski herinn hefur ekki roð í heri Ísraels og Bandaríkjanna og að þeir munu væntanlega nýta sér átök við Íran til að ráðast markvisst á kjarnorkustöðvar Írana sem eru grafnar djúpt í jörðu og inn í fjallshlíðar.

Íranar myndu þá einnig eiga á hættu að missa tökin á leppsveitum sínum í Miðausturlöndum en þær fá fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning frá Íran.

Án kjarnorkuógnarinnar og leppsveitanna eiga Íranar á hættu að sitja eftir einir og vanmáttugir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka

Birgir segir að Sólveig Anna hafi ekki svarað tölvupósti og aldrei hringt til baka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum ítrekað að lenda í því að það sé verið að ráðast á hundinn okkar og það er satt að segja orðið gjörsamlega óþolandi“

„Við erum ítrekað að lenda í því að það sé verið að ráðast á hundinn okkar og það er satt að segja orðið gjörsamlega óþolandi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sýknuð af ákæru um ofbeldi gegn barnsföður sínum – Sauð upp úr í rifrildi um matarmiða

Sýknuð af ákæru um ofbeldi gegn barnsföður sínum – Sauð upp úr í rifrildi um matarmiða
Fréttir
Í gær

Hannes ekki sáttur eftir mótmæli í morgun: „Með ólíkindum hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi“

Hannes ekki sáttur eftir mótmæli í morgun: „Með ólíkindum hvernig þessi óþjóðalýður veður uppi“
Fréttir
Í gær

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“

„Mér sýn­ist að allt þetta fólk sem var í bif­reiðunum þarna á eft­ir hefði dáið inni í göng­un­um“