fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Róbert stórhuga og stefnir á risastóra fjárfestingu – Vill tryggja að allir fái sinn skerf

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 07:38

Róbert Guðfinnsson. Mynd: Arnþór Birkisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform eru uppi um eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð þar sem framleiðslugetan verður 20 þúsund tonn á ári hverju og áætluð velta 26 milljarðar á ári.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að fyrirtækið Kleifar fiskeldi standi að verkefninu og er Róbert Guðfinnsson, stofnandi Genís, í fyrirsvari fyrir félagið. Þá kemur Árni Helgason, verktaki í Ólafsfirði að verkefninu og aðrir fjárfestar.

Um er að ræða býsna stórt verkefni og segir í Morgunblaðinu að ætlunin sé að eldið verði þríþætt. Í fyrsta lagi seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Eftir að leyfi hafa fengist er talið að það taki um fimm ár að koma eldinu af stað.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að sjö nærliggjandi sveitarfélögum verði boðinn samtals 10,1% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust. Hlutabréfin verði án atkvæðisréttar og óheimilt verði að framselja þau.

Haft er eftir Róberti að með þessu sé tryggt að sveitarfélögin fái sinn skerf og ekki gerist það sama og þegar kvótakerfið í sjávarútvegi var endurskipulagt með tilheyrandi hagræðingu þannig að sveitarfélögin sátu eftir tekjulaus.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega