fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fréttir

Grunaður um að hafa myrt hundaræktanda – Lögregla leitar að hvolpunum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. september 2024 22:00

Peavey var mikill hundavinur. Mynd/Elite European Dobermans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaræktandi á sextugsaldri var myrtur í Colorado fylki í Bandaríkjunum. Lögreglan hefur gómað mann sem er grunaður um verknaðinn en hundana er hvergi að finna.

Sergio Ferrer heitir maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt hundaræktandann Paul Peavey. Lík hins 57 ára ræktanda fannst við sumarhús hans í fjöllunum við Clear Creek í Colorado þann 24. ágúst síðastliðinn.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Ferrer, sem er 36 ára, verður að öllum líkindum ákærður fyrir morð af yfirlögðu ráði. En það er talið hafa átt sér stað þegar Ferrer hafi verið að ræna Peavey.

Ferrer mætti fyrir dómara þann 30. ágúst. Var honum tilkynnt að tryggingargjald hans fyrir lausn fram að réttarhöldum væri ein milljón dollara, eða tæplega 140 milljónir króna. Ferrer gaf ekki upp afstöðu sína gagnvart sakarefninu í því þinghaldi.

Skotinn til bana

Ekkert hafði heyrst frá Peavey frá 19. ágúst og tveimur dögum eftir það auglýsti lögreglan í Clear Creek eftir honum. Leitarflokkur fann lík Peavey og var strax ljóst að hann hafði verið skotinn til bana. Réttarmeinafræðingur hefur síðan staðfest það. Sagði hann að Peavey hefði verið myrtur um það leyti sem síðast heyrðist frá honum.

Ferrer var handtekinn um klukkan fjögur síðdegis daginn sem lík Peavey fannst. Að sögn lögreglunnar fannst Ferrer í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá staðnum þar sem líkið lá. Lögreglunni grunaði að hann tengist morðinu en hann var þó ekki handtekinn fyrir það heldur vegna handtökuskipunar frá Nebraska fylki. En það var vegna vopnalagabrota og flótta undan réttvísinni.

10 týndir hvolpar

Að sögn lögreglunnar voru um 10 Doberman hvolpar á heimili Peavey þegar hann hvarf. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Lögreglan telur að hvolparnir geti skipt sköpum við að skýra morðið og aðdraganda þess.

Hvolparnir eru örmerktir. Lögreglan telur að þeir gætu hafa verið seldir á samfélagsmiðlum eða öðrum stöðum síðan Peavey var myrtur. Allt bendir til þess að Peavey hafi verið myrtur í hvolparáni en lögreglan hefur þó ekki lýst því yfir.

Auglýsa eftir hvolpum

Í auglýsingu lögreglunnar er fólk sem nýlega keypti Doberman hvolp á miðsvæði Colorado fylkis beðið að athuga hvort hann sé með örmerki eða að hafa samband við lögreglu.

Peavey rak hundaræktunina Elite European Dobermans en einnig var hann með hundaathvarf. Hann vann einnig ýmis störf með hundum, svo sem að fara með björgunarhunda í gönguferðir og að fara með hunda á hjúkrunarheimili til að heimsækja eldra fólk, sannkallaður hundavinur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur
Fréttir
Í gær

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump
Fréttir
Í gær

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum