fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Enn eitt sjálfsmarkið hjá Pútín -Stríðið gæti hrakið hlutlausa þjóð í fang NATÓ

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 03:21

Pútín vill að Rússar njóti ásta. Ekki til skemmtunar, heldur til gagns. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Rússa í Úkraínu hrakti Finna og Svía í fang NATÓ, eitthvað sem Vladímír Pútín sá ekki fyrir og átti enga von á. Nú gæti hann verið við það að skora enn eitt sjálfsmarkið með innrásinni því svo gæti farið að eitt ríki enn hrekist í fang NATÓ.

Í rúmlega 200 ár hefur Sviss verið hlutlaust ríki og hefur verið vísað í stjórnarskrárbundið hlutleysi landsins til að halda þjóðinni og vopnum, framleiddum þar, frá átakasvæðum, það gildir einnig um stríðið í Úkraínu því Svisslendingar hafa ekki leyft sölu á svissnesk framleiddum vopnum þangað.

Þetta hefur vakið mikla reiði margra NATÓ-ríkja og mikill efnahagslegur og öryggispólitískur þrýstingur er nú á Svisslendinga að hverfa frá þessari hlutleysisstefnu sinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá nefnd, sem var skipuð af ríkisstjórn landsins.

Nefndin mælir með því að Svisslendingar auki hernaðarsamstarf sitt við NATÓ og ESB og íhugi hvort falla eigi frá ákvæðum um að landið sé ekki meðlimur í slíkum bandalögum. Hvetur nefndin til sveigjanlegri nálgun hvað varðar hlutleysisstefnu landsins.

Í nefndinni sitja háttsettir embættismenn, hermenn og diplómatar. Nefndin mælir ekki með því að fallið verði beint frá hlutleysisstefnunni en mælir með að unnið verði að „sameiginlegri varnargetu“ með ESB og NATÓ, þar á meðal sameiginlegum heræfingum og loftvörnum.

Nefndin segir einnig að nauðsynlegt sé að afnema blátt bann við því að svissnesk vopn séu flutt eða gefin til landa sem eiga í stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki