fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Bjarni reiddist við fréttamann RÚV – „Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. september 2024 10:24

Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást reiður við spurningum Hauks Hólm, fréttamanns RÚV, í gærkvöld, en málið varðar fyrirspurn óánægðra flokksfélaga um möguleika á því að bjóða fram viðbótarlista í nafni flokksins fyrir næstu kosningar.

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um síðustu helgi og í kjölfar hans komu fréttir af bréfi sem Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sendi miðstjórn flokksins, þar sem skorað er á hana að svara því afdráttarlaust hvort hún leyfi framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlista, DD, ef óskað verður eftir því. Segir Ásgeir Bolli að þannig væri mun minni hætta á klofningi í flokknum í stað þess að flokksræðið væri allsráðandi. Þeir sem yrðu kjörnir af DD-lista myndu eftir kosningar ganga til liðs við þingmenn D-lista og mynda þannig einn þingflokk.

Bjarni var spurður út í þetta í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld, eða réttara sagt var spiluð upptaka af viðtali Hauks Hólms fréttamanns við Bjarna í lok Flokksráðsfundarins. Spurður út í bréfið sagði Bjarni:

„Við tókum málið bara fyrir. Þetta er svona hýpóthetískt bréf, hvað ef einhver myndi mögulega vilja fara í eitthvert slíkt framboð, hvað myndi þá flokkurinn segja. Við bara ræddum það á fundi og það hefur ekki verið afgreitt.“

Fréttamaðurinn spurði þá:  „Núna er þarna í þessu bréfi talað um að forystan hafi brugðist og hún hafi gleymt grunngildum flokksins. Heldur þú að þetta sé víðtæk skoðun almennra flokksmanna?“

Bjarni hvessti sig og svaraði: „Ég veit það ekki, þú ættir kannski að fara og spyrja þá bara.“

RÚV: „Hvað finnst þér sjálfum? Finnst þér þið hafa staðið vörð um gildin?“

Bjarni: „Mönnum er frjálst að hafa sína skoðun á því. Mín verk tala fyrir sig sjálf.“

RÚV: „Tekurðu þetta sem gagnrýni á þín störf sérstaklega?“

Við þessa spurningu fauk verulega í Bjarna sem sagði: „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf sérstaklega? Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“

Bjarni sagðist síðan aðspurður „auðvitað“ vera ósammála gagnrýninni.

„Lifandis ósköp er Bjarni pirraður“

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að mælast með allt niður í 13,9% fylgi í skoðanakönnunum og hefur verið vart mikillar óánægju innan flokksins stöðu mála, meðal annars hjá ungliðahreyfingum flokksins.

Pirringur Bjarna í sjónvarpi allra landsmanna vakti umræðu á samfélagsmiðlum og Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Miðflokksins, segir á Facebook:

„Lifandis ósköp er Bjarni pirraður.“

Líflegar umræður eru undir þessari færslu Þorsteins en þar segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og ráðherra: „Ég vil BB áfram.“ Má af því ráða að honum þyki formennska Bjarna ekki vera til heilla fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki