Erlendur maður var þann 26. ágúst sakelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnabrot.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þriðjudaginn 4. júní síðastliðinn staðið að innflutningi á tæplega 900 g af kókaíni sem ætlað var til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Maðurinn flutti efnin til landsins sem farþegi til Keflavíkurflugvallar frá Zürich í Sviss, en hann faldi fíkniefnin innvortis.
Maðurinn játaði sök og var það virt honum til refsilækkunar. Ekki er talið að hann sé eigandi fíkniefnanna né hafi komið að skipulagningu á innflutningi efnanna.
Var maðurinn dæmdur í 14 mánaða fangelsi og til að greiða tæplega 2,2 milljónir króna í sakarkostnað.
Dóminn má lesa hér.