Wolves 1 – 2 Liverpool
0-1 Ibrahima Konate(’45)
1-1 Rayan Ait Nouri(’56)
1-2 Mohamed Salah(’61)
Liverpool vann fínan útisigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Wolves í lokaleik dagsins.
Leikið var á Molineaux vellinum þar sem Liverpool tók forystuna undir lok fyrri hálfleiks.
Ibrahima Konate kom þá knettinum í netið en Wolves jafnaði snemma í þeim síðari eftir vandræðagang í vörn gestaliðsins.
Mohamed Salah sá svo um að tryggja Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 61. mínútu.
Liverpool fer því á toppinn og er stigi á undan bæði Arsenal og Manchester City.