fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Pútín á tvo syni sem hann felur fyrir umheiminum – Þetta er vitað um þá

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 03:58

Evrópskir vinir Pútíns gagnast Kínverjum líka. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástarsamband Vladímír Pútíns við fimleikakonuna Alina Kabaeva, sem keppti meðal annars á Ólympíuleikunum, er eitthvað sem Kremlverjar hafa ekki hátt um og vilja ekki staðfesta. Þeir vilja heldur ekki viðurkenna að þau eigi tvo syni saman og er allt reynt til að halda því leyndu.

Synirnir eru geymdir í einni af höllum Pútíns og er öryggisgæslan þar í hámarki að sögn rússnesks stjórnarandstæðings.

„Húrra! Loksins drengur!“ Ivan Putin hefur oft sagt kennurum og lífvörðum söguna af gleðiviðbrögðum föður síns, Vladímír Pútíns, þegar hann fæddist en hann er elsti sonur forsetans.

En það breytir því ekki að Pútín eldri hefur aldreið nefnt syni sína einu orði né viðurkennt að hann eigi yfirhöfuð syni.

En ný rannsókn rússneska stjórnarandstöðumiðilsins The Dossier Center varpar ljósi á þessa tvo syni Pútíns, sem hann reynir að halda leyndum.

Synirnir heita Ivan Putin og Vladmir Putin yngri. Ivan er sagður heltekinn af Disney og saman eiga þeir mikið Lego-safn og spila mikið í Ipad. Við að lesa þetta er eiginlega hægt að gera sér í hugarlund að uppeldi þeirra sé eins og hjá svo mörgum öðrum börnum á sama aldri. En við lestur umfjöllunar The Dossier Center þá koma brestir í þá mynd.

Ivan fæddist í Lugano í Sviss 2015 en Putin yngri í Moskvu 2019.

Þeir eru með einkaþjálfara í sundi og fimleikum sem er kannski engin furða því móðir þeirra vann til tvennra verðlauna á Ólympíuleikum og 14 á heimsmeistaramótum.

Móðir þeirra, Alina, er 41 árs. Kremlverjar vilja ekki viðurkenna að hún og Pútín eigi í ástarsambandi.

Hún býr með drengina í einni af höllum Pútíns. Hún stendur við Valdajvatnið sem er mitt á milli Sankti Pétursborgar og Moskvu.

Ivan og Pútín eldri spila að sögn oft íshokkí á einkaíshokkívelli hallarinnar.

Barnapíur og kennarar drengjanna eru ráðnir í gegnum heimasíðuna „English Nanny“. Nú síðast var að sögn leitað að enskukennara fyrir drengina. Í auglýsingunni var tekið fram að fjölskyldan „lifi í einangrun“ nærri Sankti Pétursborg. Meðal þeirra krafna sem eru gerðar til kennarans er að hann þarf að vera reiðubúinn til að gangast undir læknisskoðun og „starfa í einangrun“ og að „mega ekki yfirgefa svæði vinnuveitandans“.

Auk kennara, sem búa í höllinni, þá eru fjórar barnapíur þar og einkakokkar.

Drengirnir hafa tvo hesta til umráða, kanínur og hund og eru tveir hundapassarar sem sjá um hann.

Í einstaka tilfellum fá börn að heimsækja þá en þau þurfa þá fyrst að fara í tveggja vikna einangrun og því er það aðallega í fríum þau koma í heimsókn. Þetta er sama regla og Pútín viðhefur fyrir sjálfan sig en hann tók þetta upp í heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Pútín á tvær dætur með Lyudmila Putina en þau skildu 2013. Þær eru báðar á fertugsaldri og var haldið utan kastljóss fjölmiðla þar til á þessu ári en þá fóru þær að sjást opinberlega.

Pútín hefur sjálfur sagt að hann ræði aldrei fjölskyldumál sín við aðra og hann nefnir hana aldrei. En aðrir hafa nefnt dæturnar á nafn og Vesturlönd hafa sett viðskiptabann á þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Í gær

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work
Fréttir
Í gær

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Í gær

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi