fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fréttir

Málssókn Samherja hafi fullkomnað listaverkið – Breskir fjölmiðlar farnir að veita málinu athygli

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. september 2024 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Senn líður að því að dómsmál sem Samherji höfðaði á hendur listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni verði tekið fyrir hjá breskum dómstólum. Stórfyrirtækið höfði málið eftir að Oddur sendi frá sér falska fréttatilkynningu á erlenda fjölmiðla í maí 2023 þar sem hann baðst afsökunar á meintu framfer ði Samherja í Namibíu. Þá stofnaði hann einnig heimasíðu í nafni Samherja, sem hýst var í Bretlandi, þar sem sömu skilaboðum var komið á framfæri.

Listagjörningurinn var lokaverkefni Odds í Listaháskóla Íslands en forsvarsmenn Samherja sáu lítið spaugilegt við athæfið og höfðuðu mál gegn listamanninum í Bretlandi. Ljóst er að það mun reyndast Oddi dýrt og hefur hann undanfarið árið óskað eftir framlögum frá fólki til að standa straum af kostnaðinum.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, bendir á það í morgun að breskir fjölmiðlar hafi ekki veitt gjörningi Odds neina athygli en öðru máli gegnir um dómsmálið sem framundan er. Deilir hann frétt frá breska blaðinu Guardian þar sem fjallað er um málið.

„Upphaflega afsökunarbeiðninn fékk litla athygli breskra fjölmiðla. Af-afsökunarbeiðnin og dómsmálið til að knýja Odee í gjaldþrot, er hins vegar núna á síðum Guardian/Observer. Barbara Streisand er líka listamaður. Hennar er aðallega minnst fyrir að hafa mótað áhrifamikla andhverfuleið, sem kennd er við hana, þar sem tilraun til að þagga litla rödd verður óvænt risastórt gjallarhorn fyrir boðskapinn sem fáir hefðu annars heyrt. Samherji hefur nú virkjað Streisand áhrifin og er ef til vill að gera heimsþekkt og ódauðlegt listaverk sem ella kynni að hafa vakið litla athygli,“ skrifar Kristinn.

Þá ritaði Auður Jónsdóttir sambærilega grein á dögunum í Heimildina þar sem hún sagði Samherjamenn vera á góðri leið með því að skipa sér stóran sess í íslenskri listasögu með því að „sprikla í neti listaverks Odds“ og stuðla þannig að vexti þess.

Færsla Kristins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þórhallur: Margir felldu tár þegar þeir komust upp í flugvélina – Þakklát stjórnvöldum og Icelandair

Þórhallur: Margir felldu tár þegar þeir komust upp í flugvélina – Þakklát stjórnvöldum og Icelandair
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bergþór ómyrkur í máli og segir gögnum haldið frá þingmönnum

Bergþór ómyrkur í máli og segir gögnum haldið frá þingmönnum
Fréttir
Í gær

„Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim“

„Hættan við leyndina er nefnilega enn meiri: að fólk horfist ekki í augu við vandamálin, því það veit einfaldlega ekki af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum