fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Íranar hunsa aðvaranir Vesturlanda – Sendu Rússum flugskeyti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2024 17:30

Frá hersýningu í Íran. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru mjög slæmar fréttir fyrir Úkraínu að Íranar hafa hunsað aðvaranir Vesturlanda og sent Rússum 200 flugskeyti. Með þeim geta Rússar hert árásir sínar á Úkraínu til muna.

Rússar hafa hert flugskeyta- og drónaárásir sínar á Úkraínu á síðustu vikum og geta nú bætt enn frekar í eftir að íranska klerkastjórnin sendi þeim 200 flugskeyti.

The Times segir að rússneskt skip hafi flutt flugskeytin til Íran og hafi þeim verið skipað í land á miðvikudag í síðustu viku.

Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum og Evrópu að flugskeyti hafi verið flutt frá Íran til Rússlands.

NATÓ og G7-ríkin vöruðu Írani við því í sumar að senda Rússum flugskeyti eða láta þeim tækniþekkingu í té, því það myndi bæta enn í stríðið í Úkraínu og vera bein ógn við öryggi Evrópu.

Sendifulltrúar Írans hjá Sameinuðu þjóðunum í New York vísuðu því á bug á föstudaginn að flugskeytin hefðu verið send til Rússlands en sólarhring síðar staðfesti íranskur þingmaður að það hefði verið gert.

Úkraínska leyniþjónustan segir að um Fath-360 flugskeyti sé að ræða en þau draga um 120 km og geta því hæft skotmörk við víglínuna en einnig dregið allt að borgum eins og Kharkiv og Sumy.

Með því að nota írönsku flugskeytin geta Rússar notað sín eigin langdrægu flugskeyti til að gera árásir enn lengra inn í Úkraínu.

Úkraínumenn óttast að þessi sendingin geti verið fyrirboði þess að Íranar sendi Rússum flugskeyti sem draga rúmlega 500 km.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“

Jón Steinar: „Nú eru mér að fallast hendur í stuðningi við þennan flokk“