fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Ragnar Þór svarar Kristófer fullum hálsi: „Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki er auðvitað ekki svaravert á köflum en stundum verður manni um og ó,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook-síðu sinni. Ragnar Þór svarar þar grein sem Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, skrifaði og birti á Vísi í gær.

Í grein sinni freistaði Kristófer þess að hrekja það sem fram kom í grein sem Ragnar og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, skrifuðu á mánudag vegna fyrirhugaðra mótmæla sem fram fóru á Austurvelli. Var markmið mótmælanna að knýja á um lægri vexti og vekja athygli á þungri stöðu margra heimila landsins.

Í grein sinni furðaði Kristófer sig á boðuðum mótmælum og gerði lítið úr frásögn Ragnars og Ásthildar á stöðu einstæðrar móður sem er á örorkubótum. Í grein sinni sögðu þau konuna hafa fest vexti fyrir nokkrum árum og greitt 120 þúsund krónur á mánuði af lánunum. En svo hafi snjóhengjan svokallaða fallið og vextir losnað með þeim afleiðingum að hún greiðir 270 þúsund krónur í dag af lánunum.

Starfsmaður þingflokks Sjálfstæðismanna furðar sig á mótmælunum í dag – „Það er gert grín að okkur fyrir þetta erlendis“

Sögðu Ragnar og Ásthildur ljóst að konan stæði ekki undir þessu og henni standi fáir kostir til góða og engir góðir. „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi,“ spurðu þau.

Kristófer hélt því fram í grein sinni að kona í þessari stöðu hefði það nokkuð sæmilegt.

„Gefum okkur að hún hafi orðið öryrki 30 ára og hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð, eigi tvö börn í grunnskóla og hafi engar aðrar tekjur. Samkvæmt reiknivél TR eru ráðstöfunartekjur tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt. Við það bætast barna- og vaxtabætur, um 87 þús. á mánuði sem gera ráðstöfunartekjur heimilisins 775 þús. á mánuði. Þar af er afborgun af láni 155 þús. (20% af ráðstöfunartekjum) ef hún skiptir í verðtryggt eða 270 þús. (35%) haldi hún sig við óverðtryggða lánið. Dæmi nú hver fyrir sig um hvort þetta sé glæpsamlegt ofbeldi eins og tvímenningarnir kalla það,“ sagði Kristófer.

Ragnar segir í færslu sinni á Facebook að til að gera langa sögu stutta sé grein Kristófers svo uppfull af rangfærslum að hann ákvað að svara henni á Facebook en ekki með sérstakri svargrein.

Borgaði 120 þúsund en svo féll snjóhengjan – „Hvernig er þetta ekki glæpsamlegt ofbeldi?“

„Fyrst byrjar hann á að fullyrða að dæmið okkar um einstæða móður á örorkubótum sé rangt. Í grein sinni heldur Kristófer því fram að öryrki, einstæð móðir með tvö börn (30 ára við fyrsta mat) hafi ráðstöfunartekjur upp á tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt og vísað í reiknivél TR:

Þetta er að sjálfsögðu alrangt, en þetta virðist byggja á villu í reiknivél TR.  Hið rétta er að framfærsluuppbótin fyrir aðila í þessari stöðu er tæpar 78 þúsund kr. en ekki 421.380 kr.,“ segir Ragnar.

Þá nefnir Ragnar að Kristófer gefi til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu séu launahækkanir og að löndum sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu.

„Í Svíþjóð voru launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði og stýrivextir fóru hæst í 4% og húsnæðisvextir fóru hæst í 4,4% á meðan verðbólga fór hæst í 12,3%. Stýrivextir hafa lækkað í Svíþjóð tvisvar og eru komnir í 3,5%,“ segir Ragnar og nefnir annað dæmi:

„Í Þýskalandi voru verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15% launahækkunum í þriggja ára samningi. Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja. Raunstýrivextir á Norðurlöndunum hafa svo verið meira og minna neikvæðir síðastliðin 10 ár. Ársverðbólga mælist um 2,2% á Evrusvæðinu.“

Ragnar er ómyrkur í máli og endar svargrein sína á þessum orðum:

„Já bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki er auðvitað ekki svaravert á köflum en stundum verður manni um og ó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest
Fréttir
Í gær

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“