fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Eitruð könguló fannst á heimili í Grafarvogi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. september 2024 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda í Grafarvoginum varð fyrir því að afbrigði af köngulóartegundinni svarta ekkjan barst inn á heimilið með vínberjum. Köngulóin er eitruð.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Köngulóin er núna í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur ekki valdið neinum skaða. Færslan er eftirfarandi:

DÝR – Dýraþjónusta Reykjavíkur sem vinnur ýmis verkefni í góðu samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fær til sín alls kyns skjólstæðinga á hverju ári og koma þeir frá ýmsum afkimum heimsins.

Nýlega sótti starfsmaður Dýraþjónustunnar þessa glæsilegu könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu.

Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous.

Það er ekki ofsögum sagt að þessi skepna inniheldur afar öflugt taugaeitur sem hún gefur frá sér við bit. Það er þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið er lítið, en afar sársaukafullt.

Sem betur fer er þessi tegund hins vegar hlédræg með eindæmum og lítið fyrir að bíta fólk. Á myndinni er ekkjan ásamt nokkrum eggjum hennar sem hún varðveitir af ákefð. Náttúrufræðistofnun hefur nú fengið ekkjuna til frekari greiningar og varðveislu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni

Ari Trausti segir eldgos ógna hugsanlegu flugvallarstæði í Hvassahrauni
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra

Vilhjálmur fagnar innilega útspili Arion og skorar á aðra
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest

SFS segja að reka þurfi fiskvinnslufólk ef ríkið hætti að borga laun í hráefnisskorti – Þurfa ekki að borga uppsagnarfrest
Fréttir
Í gær

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“

Haraldur ósammála Adolfi Inga og birtir gamlan tölvupóst frá honum – „Þar skín vel í gegn fyrrnefnt viðhorf í garð bardagaíþrótta“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“