Í viðtalinu sagði hann einnig að Vesturlönd eigi að ganga til samninga við Rússa frekar en að sigra þá á vígvellinum, vegna þess að það sé ekki hægt.
Stegner er áhrifamikill í þýskum stjórnmálum en hann er talsmaður jafnaðarmanna í utanríkismálum.
Úkraínumenn hafa átt í vök að verjast í Donetsk síðustu mánuði en þar hafa Rússar sótt hægt og bítandi fram með ærnum tilkostnaði. Mannfall þeirra er gríðarlegt og þeir hafa misst mikið af hergögnum. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur sókn Rússa að bænum Prokrovsk stöðvast og eru hersveitir þeirra sagðar vera í um 10 km fjarlægð frá bænum. Hann er gríðarlega mikilvægur hernaðarlega séð og hafa Úkraínumenn lagt mikið í sölurnar til að halda honum.
Á sama tíma hafa Úkraínumenn náð töluvert stórum hluta Kúrsk-héraðsins í Rússlandi á sitt vald.