Sérsveit ríkislögreglustióra og Landhelgisgæslan unnu saman að umfangsmikilli lögregluaðgerð á Höfn í Hornafirði í gær. Málið tengist fíkniefnum. Vísir greinir frá.
Málið er komið inn á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. DV hafði samband við Grím Grímsson, yfirlögregluþjón hjá deildinni, og vildi hann ekki tjá sig um málið á þessu stigi, að öðru leyti en því að um samvinnuverkefni deildarinnar og lögreglunnar á Suðurlandi sé að ræða. Lögreglan á Suðurlandi annist upplýsingagjöf.
Lögreglan á Suðurlandi hefur núna birt tilkynningu á Facebook þar sem kemur fram að um fíkniefnamál sé að ræða:
„Við tollaeftirlit lögreglu á Höfn í Hornafirði í gær vöknuðu grunsemdir lögreglumanna um refsiverða háttsemi, sem tengist fíkniefnum. Fengin var aðstoð frá Tollinum og miðlægri rannsóknardeild LRH til að skoða málið frekar.
Rannsóknin er skammt á veg komin og ekki er unnt að skýra frekar frá málinu að svo stöddu.“