Slíkt tilræði hefði orðið til þess að Rússland og Bandaríkin hefðu lent deilum sem hefði ekki verið hægt að ná tökum á. Þetta segir rússneska ríkissjónvarpsstöðin Rossiya 1 sem gaf um leið í skyn að þetta hefði leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar.
Stöðin ræddi við Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra, sem sagði að þessi áætlun Úkraínumanna sé „algjört brjálæði“. Daily Mail skýrir frá þessu.
Pútín var viðstaddur skrúðgönguna ásamt Andrei Belusov, varnarmálaráðherra. Upplýsingar rússnesku leyniþjónustunnar hljóðuðu upp á að Úkraínumenn ætluðu að drepa þá báða.
Sextán dögum fyrir hátíðisdaginn hringdi Belousov í Lloyd Austin, bandaríska starfsbróður sinn, og átti virkilega erfitt samtal við hann að sögn Olga Skabeeva, áróðursmeistara rússneskra stjórnvalda og sjónvarpskonu. Hún sagði að Belousov hafi sagt eitthvað við Austin sem varð til þess að Bandaríkjamenn gripu inn í atburðarásina.
Hún sagði að ef áætlun Úkraínumanna hefði tekist, hefði það leitt til stjórnlausra átaka Rússa og Bandaríkjamanna.
Rússar töldu líklega að Bandaríkjamenn vissu af áætlunum Úkraínumanna og óttuðust að þeir væru flæktir í hana, þessu neitar bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon.
Ryabkov segir að Bandaríkjamenn hafi sett sig í samband við Úkraínumenn og stöðvað áætlun þeirra.