fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fréttir

Allt á suðupunkti í Bretlandi: Mörg þúsund lögreglumenn búa sig undir „erfiðan“ dag

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 15:30

Þessi mynd var tekin í Sunderland á dögunum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lögreglan á von á því að mótmæli og jafnvel óeirðir geti brotist út í rúmlega 40 lögregluumdæmum í dag og í kvöld. Um sex þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu út um allt Bretland.

Fjölmenn mótmæli hafa farið fram víða síðustu daga eftir að þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára voru stungnar til bana í bænum Southport. 17 ára piltur er í haldi lögreglu vegna morðanna en í fyrstu var greint frá því að hann væri hælisleitandi. Það er rangt því pilturinn er fæddur og uppalinn á Bretlandseyjum og er sonur innflytjenda frá Rúanda.

Þjóðernissinnar og öfgahægrimenn hafa farið mikinn síðustu daga og hafa mótmælin beinst að stefnu breskra stjórnvalda í innflytjendamálum.

Heimildarmaður innan bresku lögreglunnar segir við Daily Mail að lögregla búist við rúmlega hundrað mótmælum í dag og í kvöld. Munu mótmælin meðal annars fara fram við dvalarstaði hælisleitenda og vinnustaði lögmanna sem gæta hagsmuna þeirra.

Daily Mail segir að öfgahægrimenn noti einkum samskiptaforritið Telegram til að skipuleggja mótmælin og fylgist lögregla vel með þeim samskiptum.

„Dagurinn í dag verður líklega sá erfiðasti í vikunni,“ segir heimildarmaður innan lögreglunnar.

Verslunareigendur, til dæmis í Bristol og í norðurhluta Lundúna, hafa neglt fyrir glugga sína og það sama hafa forsvarsmenn ónefndrar lögfræðistofu einnig gert. Búist er við því að mótmælin fari fram í stærstu borgum Bretlands; LondonManchesterBirminghamLiverpool og Southampton svo nokkrar séu nefndar.

Lögregla hefur brugðist hart við óeirðarseggjum og hafa þegar yfir eitt hundrað manns verið ákærðir fyrir sinn þátt í óeirðunum síðustu daga. Þrír hafa þegar verið dæmdir í fangelsi, til dæmis hinn 58 ára gamli Derek Drummond sem fékk þriggja ára fangelsisdóm í Liverpool í morgun fyrir að ráðast á lögregluþjón. Hinir tveir fengu annars vegar tveggja og hálfs árs dóm og hins vegar tuttugu mánaða dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök