Maðurinn sem Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsti eftir fyrr í morgun fannst fyrir stuttu heill á húfi.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu embættisins. Lögreglan þakkar öllum sem veittu aðstoð við leitina en hún var mjög víðtæk en til að mynda var leitað með aðstoð björgunarbáts og til stóð að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Einnig benti almennur borgari lögreglunni í athugasemd undir færslunni, þar sem upphaflega var lýst eftir manninum, á hvar hann hafði áður verið staðsettur á Heimaey samkvæmt uppgefinni staðsetningu á Snapchat.