fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Verðlaunahafar á ólympíuleikunum fá mismikið fyrir medalíurnar – Þessar þjóðir borga mest

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. ágúst 2024 19:00

Man Wai Vivian Kong er glöð enda fær hún 107 fyrir ólympíugullið sitt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargar þjóðir borga ólympíuförum sínum peninga fyrir það að vinna ólympíugull. Eða jafn vel fyrir það að vinna til verðlauna. Sumum finnst það ekki í anda ólympíuleikana að greiða fyrir velgengni.

Fjármálatímaritið Forbes birtir útlistun á því hvað þjóðir greiða íþróttafólki fyrir að koma með verðlaunapening heim um hálsinn.

Hong Kong í sérflokki

Langmest greiða Hong Kong búar, það er 107 milljónir króna fyrir gullmedalíu. Ekki nóg með það þá greiðir sjálfstjórnarborgríkið ekki aðeins fyrir verðlaun. Hafni einhver í fjórða sæti fær sá hinn sami 14 milljónir og 7 milljónir fyrir fimmta til áttunda sæti.

Ólympíusamband Hong Kong þarf þegar að rífa upp tékkheftið því að tveir íþróttamenn hafa þegar nælt sér í gull, bæði í skylmingum. Alls keppa 36 íþróttamenn í 12 greinum. Á síðustu ólympíuleikum unnu Hong Kong búar aðeins eitt gull og er heimturnar því þegar orðnar meiri í ár.

Ísraelar borga næst mest fyrir ólympíugull, en þó langtum minna en Hong Kong, aðeins 38 milljónir króna. Einnig 27 milljónir fyrir silfur og 19 fyrir brons. Þetta á þó aðeins við um einstaklingsíþróttir. Íþróttalið sem kemst á pall fær sömu upphæð og einstaklingur en þarf að deila því á milli keppenda.

Í þriðja sæti eru Serbar sem borga gullmedalíuhöfum 30 milljónir króna. Ekki nóg með það, ef Serbi kemst á verðlaunapall, fær hann lífeyrisgreiðslur frá 40 ára aldri. Tennismaðurinn Novak Djokovic er einmitt að nálgast þann aldur og er líklegur til að vinna ólympíugull í ár.

 

Þetta fá gullverðlaunahafarnir hjá hæstborgandi þjóðunum:

  1. Hong Kong 107 milljónir
  2. Ísrael 38
  3. Serbía 30
  4. Malasía 30
  5. Ítalía 27
  6. Litháen 25
  7. Moldóva 24
  8. Lettland 22
  9. Ungverjaland 21
  10. Búlgaría 19
  11. Úkraína 17
  12. Kósóvó 17
  13. Eistland 15
  14. Tékkland 14
  15. Spánn 14

 

Flestir borga ekki

Bandaríkjamenn, sem unnið hafa langflest ólympíuverðlaun, greiða gullverðlaunahöfum sínum einungis 5 milljónir á þessum ólympíuleikum. Það er ekki upp í nös á ketti fyrir stórstjörnurnar í körfuboltaliðinu en er væn búbót fyrir keppendur í mörgum öðrum greinum.

Samkvæmt Forbes greiða aðeins 33 af 206 þjóðum sem keppa á ólympíuleikunum verðlaunahöfum sínum. Í sumum tilvikum, til dæmis í Danmörku, er um skattfrjálsar greiðslur að ræða. Pólverjar gefa verðlaunahöfum sínum málverk, inneign hjá ferðaskrifstofu og gullverðlaunahafar í einstaklingsíþróttagreinum fá tveggja herbergja íbúð í Varsjá.

Íslendingar eru hins vegar á meðal þeirra fjölmörgu þjóða sem greiða verðlaunahöfum ekki sérstaklega fyrir að næla í medalíur. Í sumum tilvikum greiða einstök íþróttasambönd verðlaunahöfum, eins og til dæmis breska frjálsíþróttasambandið. Þá hefur Alþjóða frjálsíþróttasambandið upp á sitt einsdæmi ákveðið að greiða öllum gullverðlaunahöfum 7 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök