fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fréttir

Paradísareyjan sem aðeins 400 ferðamenn mega dvelja á hverju sinni

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 21:00

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er aðeins 14 ferkílómetrar að stærð og aðeins rúmlega 380 manns geta kallað hana heimili sitt. Það sem meira er getur ekki hver sem er tekið það upp hjá sjálfum sér að heimsækja þessa ósnortnu paradísareyju sem liggur á milli Ástralíu og Nýja-Sjálands.

Lord Howe Island heitir þessi fallega eyja og hún er sérstök fyrir þær sakir að aðeins 400 ferðamenn mega dvelja á henni í einu. Markmiðið er að takmarka ágang ferðamanna og vernda hið einstaka lífríki eyjarinnar.

Ferðavefur CNN fjallaði um eyjuna á dögunum og segir í umfjöllun miðilsins að hún sé dæmigerður staður sem túristar myndu flykkjast á. Háir tindar gnæfa yfir hvítar strendur og tæran sjó – eitthvað sem Instagram-áhrifavaldar myndu elska. En þess í stað eru strendurnar tómar og einu hljóðin sem heyrast á göngum í gegnum regnskóg eyjarinnar séu hljóðin í villtum dýrum allt í kring.

Einn ferðamaður á hvern íbúa

„Það má í raun segja að það sem er ekki hér skapi þessa einstöku upplifun,“ segir Lisa Makiiti, sem er fædd og uppalin á eyjunni sem var fyrst uppgötvuð af landkönnuðum árið 1788.

Í yfir 40 ár hefur eyjan takmarkað fjölda þeirra ferðamanna sem mega heimsækja hana og er miðað við einn ferðamann fyrir hvern íbúa hverju sinni.

Af þessum sökum er ekki auðvelt að komast á eyjuna eða finna gistingu. Flugferðir frá meginlandi Ástralíu eru dýrar og gisting á hóteli eina nótt getur kostað frá 30 þúsund krónum og upp í 400 þúsund krónur.

Íbúar flestir afkomendur landkönnuða

Í umfjöllun CNN er haft eftir Dean Hiscox, sem rekur fyrirtæki sem tekur ferðamenn í ferðalög um eyjuna, að stærsti hluti eyjarinnar, 85%, sé enn þakinn því skóglendi sem var á henni þegar eyjan uppgötvaðist. Restin er notuð undir byggingarland og þannig mun það alltaf verða þar sem bannað er að byggja hús á eyjunni.

Flestir íbúanna eru afkomendur landkönnuða sem komu á eyjuna í byrjun 19. aldar og settust þar að. „Þessar fjölskyldur sem hafa verið hér í fimm, sex, sjö kynslóðir vita hversu einstakur þessi staður er. Fólk hefur mjög sterkar skoðanir á því að vernda eyjuna,“ segir Ian Hutton, náttúruunnandi og ljósmyndari, sem hefur verið búsettur á eyjunni frá árinu 1980.

Leitarhundar þefa uppi rottur og meindýr

Hutton segir að lífið á Lord Howe Island sé eins og vera í náttúrulífsmynd með David Attenborough. Meðfram ströndinni munu gestir ganga fram hjá hreiðrum sjófuglstegundar sem verpir nær eingöngu á eyjunni. Fuglarnir eru svo gæfir að fólk getur tekið þá upp og klappað þeim, að því er segir í umfjöllun CNN.

Eyjarskeggjar leggja ýmislegt á sig til að varðveita eyjuna og taka leitarhundar á móti fólki á flugvelli eyjarinnar. Þeir eru ekki þar til að leita að fíkniefnum heldur meindýrum, til dæmis rottum sem finnast ekki lengur á eyjunni. Þegar ferðamenn leggja af stað í gönguferðir um ósnortna eyjuna þurfa þeir að hreinsa skóna sína vandlega. Það er gert til að koma í veg fyrir dreifingu hugsanlegra myglugróa eða óæskilegra örvera.

Hægt er að kynna sér umfjöllun CNN um Lord Howe Island hér.

Við ströndina er hægt að synda með fiskunum.
Nokkrir túristar virða fyrir sér fegurð eyjarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram

Geta Vesturlönd sigrað rússneska herinn? Stjórnmálamaður varpar þessari eldfimu spurningu fram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni

Ríkisstörfum fjölgað umfram íbúafjölgun – Mun meiri fjölgun á landsbyggðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök

Daníel fellst á dóm í barnaníðsmáli – Neitar sök