Þetta segir í inngangi greinar eftir Mark Almond í The Independent. Hann vitnar í orð Pútíns frá á sunnudaginn þegar hann sagði að Úkraínumenn hafi farið „yfir öll leyfileg mörk“ með því að hertaka rússneskt landsvæði og neyða mörg þúsund almenna borgara til að leggja flótta .
Almond bendir á að ákveðinn ótti sé uppi um að Pútín muni grípa til umfangsmikilla hefndarárása í kjölfar orða hans um að hann muni „grípa til harðra aðgerða til að svara innrásinni“.
Hann bendir á að efasemdafólk efist um hversu skynsamleg innrás Úkraínumanna sé en segir síðan að með innrásinni hafi Úkraínumenn veitt áróðursmaskínu Pútíns í Rússlandi þungt högg sem og þeirri mynd sem hefur verið dreginn upp um gang stríðsins í Úkraínu.
Almond segir svo geti farið að innrásin geti hugsanlega gert að verkum að Úkraína og Rússland geti sest niður og rætt frið til að komast úr þeim ógöngum sem löndin eru í. Það gæti að hans mati bjargað andliti bæði Pútíns og Zelenskyy.
Hann segir að góður árangur Úkraínumanna á vígvellinum á síðustu dögum geti veitt Zelenskyy afsökun fyrir að hefja friðarviðræður vegna þess að nú standa þeir mun sterkar að vígi en áður en þeir réðust inn í Rússland. Þá hafi ríkisstjórn Zelenskyy verið þögul að undanförnu þegar vinir Rússa, til dæmis Kína og Tyrkland, hafi rætt um hugsanlegt vopnahlé, jafnvel friðarskilmála.