fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fréttir

Mörg þúsund úkraínskir hermenn eru í Rússlandi – „Þetta eru ótrúleg mistök leyniþjónustunnar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 04:01

Úkraínskur hermaður stendur vörð yfir rússneskum stríðsföngum í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir öllu að dæma þá kom innrás Úkraínumanna í Kursk-héraðið í Rússlandi Rússum algjörlega í opna skjöldu. Sérfræðingur segir að eitt ákveðið atriði sýni hversu „niðurlægjandi“ og „fáheyrð“ árásin sé.

Mörg þúsund úkraínskir hermenn hafa verið sendir til Rússlands og búið er að flytja tugi þúsunda Rússa á brott frá Kursk og Belgorod. Úkraínumenn hafa sótt fram tugi kílómetra inn í Rússland og ekkert lát virðist vera á hernaðaraðgerðum þeirra.

Jacob Kaarsbo, aðalgreinandi hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum starfsmaður leyniþjónustu danska hersins, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að innrásin virðist hafa komið Rússum algjörlega að óvörum.

„Þetta eru ótrúleg mistök leyniþjónustunnar, að Úkraínumenn geti nánast mótspyrnulaust hertekið svo stórt svæði. Þegar maður hefur ekki getuna til að sjá að Úkraínumenn eru að safna saman mörg þúsund manna herliði, þá er eitthvað að,“ sagði hann og bætti við: „Það er fáheyrt að Úkraínumenn hafi hertekið svona mikið rússneskt landsvæði og það segir alla söguna um hversu niðurlægjandi þetta er. Rússar hafa vanmetið Úkraínu og það er mjög athyglisvert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur

Arnar Björn kynntist konu á samskiptaforriti og nauðgaði henni 10 dögum síðar – 2 og hálfs árs dómur staðfestur
Fréttir
Í gær

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work

Tvö íslensk fyrirtæki á lista Great Place To Work
Fréttir
Í gær

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit

Bíræfnir bófar á ferð í sumarhúsahverfum – Brutu upp gáma og stálu dósum frá björgunarsveit
Fréttir
Í gær

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi

Grunaður morðingi á Neskaupstað áfram í gæsluvarðhaldi